Kaldársel – Stuð að loknum prófum.
Helgina 5.-7. júní fór fríður hópur unglinga á aldrinum 14-19 ára í Kaldársel að fagna próflokum og sumri. Æskulýðsfélög Neskirkju leigðu sumarbúðirnar ásamt vinafélagi okkar MeMe í Digraneskirkju og nutu alls þess sem Kaldársel hefur upp á að bjóða. Hópurinn fór í vatnsslag, hellaskoðunarferð, göngutúra, leiki og gæddi sér að [...]
Bænamessa
Alla miðvikudaga eru bænamessur í Neskirkju. Þær hefjast kl. 12,15 með ritingarlestri og íhugun. Eftir bænir er síðan altarisganga. Hægt er að koma fyrirbænum til prestanna eða starfsfólks kirkjunnar. Allir velkomnir.
Messa 7. júní
Messa kl. 11. Félagar úr Háskólakórnum leiða safnaðarsöng. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Kaffisopi og samfélag eftir messu á Torginu.
Ólafur Anton er maður lífsins
Hann er sjö ára og er svo hjartagóður segir mamma hans. Hann vildi gjarnan efna til tombólu og hjálpa fólki. Afraksturinn var ótrúlegur og Ólafur Anton kom svo í kirkjuna með digran sjóð – 14.437 kr. – til að styrkja foreldralaus börn í Úganda sem Hjálparstarf kirkjunnar reynir að bjarga [...]
Unglingastarfið í Kaldársel
Næstu helgi mun unglingastarf Neskirkju fara í helgarferð í Kaldársel ásamt MeMe, æskulýðsfélagi Digraneskirkju en æskulýðsfélögin eru vinafélög til margra ára. Í Kaldárseli fá krakkarnir fræðslu úr efni sem Neskirkja hefur verið að vinna og nefnist Klassískir Unglingar en efnið er hugsað sem fræðsluefni í guðfræði fyrir menntaskólanema. Um helgina [...]
Leikjanámskeið Neskirkju hefjast í næstu viku.
Góður hópur krakka hefur nú þegar skráð sig á leikjanámskeið sem hefjast í næstu viku. Námskeiðin verða fjögur í ár, tvö í júní og tvö í ágúst. Enn eru nokkur laus pláss á námskeiðunum en skráningar má senda á neskirkja@neskirkja.is eða hringja í síma 511-1560. Meiri upplýsingar má finna á [...]
Messa annan í hvítasunnu 1. júní
Hátíðarmessa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Fermdur verður Hilmar Örn Eggertsson (Luxemborg) Bogahlíð 4.
Vel heppnuð vorferð á Bjarteyjarsand
1. Verið góð við dýrin. 2. Ekki gefa lömbunum hey. 3. Verið góð við hvert annað. Þetta eru reglurnar á Bjarteyjarsandi og Sunnudagaskólahópurinn frá Neskirkju fylgdi reglum sveitabæjarins með sól í hjarta. Við fengum að gefa nýfæddu lambi pela, fóðra mannígu kanínuna Kát, og grilla á bæjarhlaðinu í félagsskap fjörugra [...]
Vor(báta)ferð ÆSKR
Í vorblíðunni síðasta miðvikudag (20. maí) hittust æskulýðsfélög á höfuðborgarsvæðinu í Nauthólsvík. Ýmislegt var í boði en krakkarnir fóru í báta saman, spiluðu strandblak, kepptu um besta sandkastalann, þáðu pylsur og nutu góða veðursins. Krakkarnir úr fönix og NeDó létu sig ekki vanta og eru myndir af fjörinu á myndasíðu [...]
Vorferð Sunnudagaskólans
Næstkomandi sunnudag verður farin vorferð Sunnudagaskólans en ferðin markar skólaslit á þessum vetri. Við byrjum í messu kl 11.00, líkt og venja er, en skipum okkur síðan í rútur fyrir utan kirkjuna. Að þessu sinni er stefnt á bóndabæinn Bjarteyjarsand í Hvalfirði en þar ætlum við að klappa dýrum, leika [...]