Næstkomandi sunnudag verður farin vorferð Sunnudagaskólans en ferðin markar skólaslit á þessum vetri. Við byrjum í messu kl 11.00, líkt og venja er, en skipum okkur síðan í rútur fyrir utan kirkjuna. Að þessu sinni er stefnt á bóndabæinn Bjarteyjarsand í Hvalfirði en þar ætlum við að klappa dýrum, leika okkur í fjörunni og grilla pylsur í (vonandi) góða veðrinu. Á leiðinni heim verður komið við í Hallgrímskirkju á Saurbæ, kirkjan skoðuð og haldin helgistund. Allir eru velkomnir, börn og fullorðnir, ömmur og afar. Ferðin og matur er í boði Neskirkju.