Í Neskirkju er öflugt safnaðarstarf fyrir fólk á öllum aldri. Á heimasíðu kirkjunnar er að finna nánari upplýsingar um dagskrá kirkjunnar. Gjörðu svo vel og skoðaðu vefinn okkar!

Sjálfboðaliðar velkomnir

Langar þig til að leggja Neskirkju lið, vera í góðum hópi og gera gagn? Kirkjustarfið í Neskirkju er að aukast og vex aðeins ef fleiri rétta hjálparhönd. Störfin eru margs konar. Sumir vilja útdeila sálmabókum, aðrir raða stólum í safnaðarheimili, sinna garðvinnu á kirkjulóðinni, leggja til blóm á altarið eða hjálpa til við barnastarfið í miðri viku. Er eitthvað sem þú gætir hugsað þér að gera fyrir kirkjuna þína eða fólkið í sókninni? Störf eru til við allra hæfi, líka þeirra sem eru á unglingsaldri. Hafðu samband og ræddu við starfsfólk kirkjunnar.

Kaffitorgið

Kaffihúsið í nýja safnaðarheimilinu er nú opið virka daga frá 9 til 16. Þar er á boðstólum eðalkaffi. Súpa í hádeginu. Það er gott að koma á kaffitorgið í Neskirkju til að hvíla sig frá erli dagsins, en einnig er hægt að taka með sér fartölvuna og nota þráðlausu nettenginguna til að komast á veraldarvefinn.

Upplýsingar

Neskirkja er við Hagatorg. Sími 511-1560. Skrifstofan er opin frá kl. 10 – 16 vikra daga. Heimasíða kirkjunnar er www.neskirkja.is og netfangið er neskirkja@neskirkja.is.