Helgina 5.-7. júní fór fríður hópur unglinga á aldrinum 14-19 ára í Kaldársel að fagna próflokum og sumri. Æskulýðsfélög Neskirkju leigðu sumarbúðirnar ásamt vinafélagi okkar MeMe í Digraneskirkju og nutu alls þess sem Kaldársel hefur upp á að bjóða. Hópurinn fór í vatnsslag, hellaskoðunarferð, göngutúra, leiki og gæddi sér að gómsætum kræsingum leiðtoganna úr Digraneskirkju sem sáu um matinn. Fræðsla helgarinnar var úr kennsluefninu Klassískir Unglingar sem að Neskirkja hefur verið að þróa fyrir framhaldsskóla um kristna trú og guðfræði. Myndir og vídeó frá helginni má finna á myndasíðu BaUN.