Finnbogi Pétursson

Safnaðarheimili Neskirkju
29. nóvember

Finnbogi Pétursson er meðal fremstu listamanna þjóðarinnar. Þann 29. nóvember opnar sýning hans á Torginu í Neskirkju. Hann sýnir þar þrjú verka sinna, tvö þeirra hefur hann sýnt áður en eitt þeirra hefur ekki áður komið fyrir sjónir almennings.
Sýningin er opin á skrifstofutíma á virkum dögum og eins á sunnudögum frá kl. 11:00 og fram yfir hádegi. Vegna aðstæðna í samfélaginu geta aðeins tíu manns verið í rýminu á sama tíma. Við minnum fólk á að vera með grímu fyrir vitum.