Hann er sjö ára og “er svo hjartagóður” segir mamma hans. Hann vildi gjarnan efna til tombólu og hjálpa fólki. Afraksturinn var ótrúlegur og Ólafur Anton kom svo í kirkjuna með digran sjóð – 14.437 kr. – til að styrkja foreldralaus börn í Úganda sem Hjálparstarf kirkjunnar reynir að bjarga og efla.
Hann er sjö ára og “er svo hjartagóður” segir mamma hans. Hann vildi gjarnan efna til tombólu og hjálpa fólki. Afraksturinn var ótrúlegur og Ólafur Anton kom svo í kirkjuna með digran sjóð – hvorki meira né minna en 14.437 kr. – til að styrkja foreldralaus börn í Úganda sem Hjálparstarf kirkjunnar þjónar.

Mörg börn í Úganda hafa orðið illa úti vegna alnæmisvanda. Hjálparstarf kirkjunnar byggir húsnæði fyrir fjölda foreldralausra barna, kostar skólagöngu og reynir að auka lífsgæði þeirra.

Ólafur Anton er sonur Birnu Ómarsdóttur og Gunnars Rúnars Ólafssonar. Hann er ekki bara stóri, góði, bróðir Kristófers Ómars sem var nýlega skírður í kirkjunni. Ólafur styður líka börn í Afríku og dugnaður hans verður til að bjarga þeim, lækna og mennta. Hann er maður lífsins og fyrirmynd öðrum, eldri sem yngri. Það eru svona menn sem Ísland og veröldin þarfnast. Þökk og lof sé honum.