Barnakór Neskirkju 2020

Kórinn er fyrir börn í 1. – 4. bekk.

Æfingar verða á þriðjudögum kl. 17.00 – 17.45.

Starfið hefst 15. september.

Þátttaka er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá barnið.

Skráning er hér

Um kórstjórann: 

Erla Rut Káradóttir stundaði nám í píanóleik og söng frá unga aldri og síðar orgelleik. Hún lauk kirkjuorganistaprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar árið 2015 og BA-gráðu í kirkjutónlist frá Listaháskóla Íslands árið 2020 þar sem eitt af aðalfögum hennar var kórstjórn. Auk þess hefur hún lokið BA-gráðu í mannfræði. Erla hefur sungið í kórum frá unga aldri og starfar nú sem organisti og kórstjóri. Hún kemur því með fjölþætta reynslu í starfið í vetur og er góður liðsauki við starfið hér í Neskirkju.