Næstu helgi mun unglingastarf Neskirkju fara í helgarferð í Kaldársel ásamt MeMe, æskulýðsfélagi Digraneskirkju en æskulýðsfélögin eru vinafélög til margra ára. Í Kaldárseli fá krakkarnir fræðslu úr efni sem Neskirkja hefur verið að vinna og nefnist Klassískir Unglingar en efnið er hugsað sem fræðsluefni í guðfræði fyrir menntaskólanema. Um helgina verður farið í fjallgöngu, vatnsslag, grillað og leikið á þessum stað sem hefur verið paradís fyrir börn- og unglinga í yfir 80 ár.