Sjónlistaráð Neskirkju – SjóN

1. Á vegum sóknarnefndar Neskirkju og í samræmi við Stefnu Neskirkju starfar Sjónlistaráð Neskirkju – SjóN.
2. Ráðið er þriggja manna hópur til ráðgjafar og stuðnings sóknarnefnd og prestum Neskirkju í þeim málum er varða sjónlistir, þ.m.t. myndlist, og notkun hennar í Neskirkju. Sjónlistarráð starfar í umboði sóknarnefndar Nessafnaðar.
3. SjóN starfar innan þess fjárhagsramma sem sóknarnefnd ákvarðar.
4. Fulltrúar í Sjónlistaráði eru valdir til tveggja ára í senn.
5. Sjónlistaráð hefur frumkvæði að sýningum, umfjöllun um trúarlega sjónlist, fjármögnun, kaupum og varðveislu á listaverkum, sem hafa trúarlega skírskotun eða eru trúarlega örvandi.
6. Starfsþættir SjóN eru einkum:

  • Ráðgjöf við sýningar sjónlistaverka í kirkju og safnaðarheimili.
  • Ráðgjöf við listaverkakaup.
  • Umsögn um gjafir til Neskirkju á hvers konar sjónlistaverkum.
  • Fyrirkomulag og framkvæmd myndlistarsýninga í húsakynnum Neskirkju.
  • Ráðgjöf og tilsjón með myndlistarsafni kirkjunnar, ef til verður stofnað.
  • Ráðgjöf varðandi myndverk á lóð kirkjunnar, í húsnæði kirkjunnar og utanhúss.
  • Kvikmyndasýningar í safnaðarheimili kirkjunnar.

Sjónlistaráð

Steinar Örn Erluson
Hildigunnur Sverrisdótitr
Helgi Bollason Thóroddsen
Ynda Gestsson