Í Neskirkju verður boðið upp á spennandi og skemmtilegt starf fyrir 6 – 7 ára (1.-2. bekk) alla mánudaga og fyrir 8 – 9 ára (3.-4. bekk) og 10-12 ára (5.-7. bekk) alla þriðjudaga, í vetur eftir skóla. Fyrstu samverurnar verða 7. og 8. september. Barnastarfið er ókeypis.
Þrjú grunnatriði eru höfð að leiðarljósi. Í fyrsta lagi að þau börn sem sækja kirkjuna líði vel í starfinu. Í öðru lagi er lögð áhersla á helgi, bæn og kyrrð í öllu kirkjustarfi. Loks er það mikilvægt að starfið sé fjölbreytt og notum við fjölbreytta miðla við fræðsluna, svo sem föndur, ljósmyndir, teiknimyndir, stuttmyndagerð ofl. Störfin eru án gjalds en nauðsinlegt er að skrá börnin.

Umsjón hafa, Kristný Rós Gústafsdóttir, djákni, Eyrún Þórsdóttir, mannfræðingur og Hilda María Sigurðardóttir, guðfræðinemi ásamt sr. Ásu Laufeyju, presti.

6-7 ára

Kirkjustarf fyrir 6 – 7 ára börn verður alla mánudaga kl. 13.40 og hefst mánudaginn 7. september. Börnin eru sótt í Melaskóla kl. 13:40 og kl. 14.45 er þeim fylgt aftur í Selið. Umsjón hafa Kristný Rós Gústafsdóttir, djákni, Eyrún Þórsdóttir,  mannfræðingur, ásamt sr. Steinunni A. Björnsdóttur, presti. Skráning fer fram hér.

8-9 ára

Kirkjustarf fyrir 8 – 9 ára börn verður alla þriðjudaga kl. 13:40 og hefst þriðjudaginn 8. september. Börnin eru sótt í skólann kl. 13:40 og kl. 14:.45 er þeim fylgt í Frostheima. Umsjón hefur Kristný Rós, djákni og Hilda María Sigurðardóttir, guðfræðinemi ásamt sr. Ásu Laufeyju, presti. Skráning fer fram hér.

10-12 ára

Kirkjustarf fyrir 10 – 12 ára börn verður alla þriðjudaga kl. 15:00 og hefst þriðjudaginn 8. september. Starfinu líkur kl. 16:00. Gert er ráð fyrir að börnin komi sjálf á staðinn. Umsjón með starfinu hafa Kristný Rós Gústafsdóttir, djákni og Hilda María Sigurðardóttir, guðfræðinemi ásamt sr. Ásu Laufeyju, presti. Skráning fer fram hér.