Kaldársel – Stuð að loknum prófum.
Helgina 5.-7. júní fór fríður hópur unglinga á aldrinum 14-19 ára í Kaldársel að fagna próflokum og sumri. Æskulýðsfélög Neskirkju leigðu sumarbúðirnar ásamt vinafélagi okkar MeMe í Digraneskirkju og nutu alls þess sem Kaldársel hefur upp á að bjóða. Hópurinn fór í vatnsslag, hellaskoðunarferð, göngutúra, leiki og gæddi sér að gómsætum kræsingum leiðtoganna úr Digraneskirkju [...]