Viltu hlusta eða lesa?
Prédikun sr. Arnar Bárðar Eilífð í nútíð og framtíð frá 20. maí 2007 er hér hvort sem þú vilt hlusta eða lesa.
Velheppnuð vorferð í haustveðri
Veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir í annars velheppnaðri vorferð sunnudagaskólans í gær. Við fórum eins og leiðin lá til Akranes þar sem við skoðuðum safnasvæðið og fengum leiðsögn safnvarðar um þá muni sem þar eru varðveittir. Eftir skoðunarferðina leituðum við skjóls frá rigningu, roki og hagléli inní á nýbyggðum gerfigrasvelli [...]
Messa 20. maí kl. 11
Getur verið að við séum öll útlendingar? Hvar eigum við heima? Hvert er förinni heitið? […]
Vorferð barnastarfsins 20. maí
Sunnudagaskólinn og barnastarfið ætla að leggja land undir fót næstkomandi sunnudag. Við byrjum uppi í messu kl. 11 en förum síðan með rútu til Akraness um kl. 11.20 þar sem við skoðum safnasvæðið og grillum saman. Allir eru velkomnir með í bráðskemmtilega ferð í boði kirkjunnar. Börn verða að vera [...]
Uppstigningardagur með eldri borgurum
Guðsþjónusta á uppstigningardag kl. 14. Litli-kórinn, kór eldriborgara í Neskirkju, leiðir söng undir stjórn Ingu J. Backmann. Organisti Reynir Jónasson. Séra María Ágústsdóttir, héraðsprestur prédikar. Sr. Örn Bárður Jónsson þjónar fyrir altari.Kaffi og meðlæti eftir messu.
Kossar, bæn og lífsvessar
Bænalífið er ekki aðeins í kirkju eða fyrirbænum, heldur líka í skóreimum, vindi, eldhúsi og bílaröðum á Miklubrautinni. Þar sem líf, fólk og veröld er, þar er Guð og samband. Úr prédikun sr. Sigurðar Árna á bænadeginum 13. maí.
Ástin og bænin
Er faðmlag trúarlegt fyrirbæri? Getur verið að bæn sé faðmlag manns og Guðs? 13. maí er bænadagur þjóðkirkjunnar og í messunni í Neskirkju kl. 11 verður bæði beðið og bænaiðja íhuguð. Hvað er betra hægt að gera eftir kosningar? […]
Allt sem ég þarf raunverulega að vita, lærði ég í leikskólanum
Á fræðsludegi fyrir leikskóla sem haldinn var í Neskirkju 14. apríl síðastliðinn deildi sr. Petrína Mjöll með okkur hugleiðingu eftir Robert Fulghum um mikilvægi þess sem maður lærir í leikskólanum. Þetta er fallegur boðskapur sem lyftir upp mikilvægu starfi leikskólanna og minnir okkur á að missa ekki sjónar á því [...]
Vorhátíð Krakkaklúbbsins
Krakkaklúbbur Neskirkju hélt í gær uppskeruhátíð til að fagna starfinu í vetur. Við fórum saman í keilu í öskjuhlíð og komum síðan aftur í kirkjuna til að grilla pulsur og drekka Föntu í góða veðrinu. Eftir starfið liggja meðal annars þrjár stuttmyndir sem allar byggja á Nýja testamentinu og þeirra [...]
Lögin í sunnudagaskólanum
Að ósk foreldris í sunnudagaskólanum setjum við hér þau lög sem við erum að syngja þessa síðustu daga barnastarfsins. Það er yndislegt að syngja sálma og barnasöngva með börnum sínum og mæli ég sérstaklega með Sálmabók barnanna sem inniheldur óteljandi perlur. […]