Krakkaklúbbur Neskirkju hélt í gær uppskeruhátíð til að fagna starfinu í vetur. Við fórum saman í keilu í öskjuhlíð og komum síðan aftur í kirkjuna til að grilla pulsur og drekka Föntu í góða veðrinu. Eftir starfið liggja meðal annars þrjár stuttmyndir sem allar byggja á Nýja testamentinu og þeirra veglegust er páskamyndin okkar. Við þökkum skemmtilegan dag (myndir hér) og yndislegan vetur.