Er faðmlag trúarlegt fyrirbæri? Getur verið að bæn sé faðmlag manns og Guðs? 13. maí er bænadagur þjóðkirkjunnar og í messunni í Neskirkju kl. 11 verður bæði beðið og bænaiðja íhuguð. Hvað er betra hægt að gera eftir kosningar?

Er faðmlag trúarlegt fyrirbæri? Getur verið að bæn sé faðmlag manns og Guðs? 13. maí er bænadagur þjóðkirkjunnar og þá verður bæði beðið og bænaiðja íhuguð.

Félagar í kór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestur er sr. Sigurður Árni Þórðarson.

Börnin hefja sín störf í kirkjunni með eldra fólkinu, en fara eftir lestra í safnaðarheimili og njóta fræðslu við hæfi. Umsjón með barnastarfi hafa Sigurvin Jónsson, Björg Jónsdóttir og Ari Agnarsson.

Messan hefst kl. 11. Verið velkomin, kirkjan er fyrir alla og er ljómandi staður fyrir bænaiðju.