Veðurguðirnir voru okkur ekki hliðhollir í annars velheppnaðri vorferð sunnudagaskólans í gær. Við fórum eins og leiðin lá til Akranes þar sem við skoðuðum safnasvæðið og fengum leiðsögn safnvarðar um þá muni sem þar eru varðveittir. Eftir skoðunarferðina leituðum við skjóls frá rigningu, roki og hagléli inní á nýbyggðum gerfigrasvelli bæjarins og slógum þar upp pulsupartýi. Alls komu 60 manns með og við í Neskirkju þökkum skemmtilegan dag. (Myndir hér!)