Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

4. janúar – messa og barnastarf kl. 11.00

Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Magnús Ragnarsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði. Umsjón Sigurvin, María, Andrea, Ari og Alexandra. Samfélag á Torginu eftir messu.

By |3. janúar 2009 23:40|

Að gæta fjár og fjöreggs

Hjörðin var dýrmæt. Íslensk tunga nær því vel að hjörð stendur fyrir verðmæti því fé vísar í senn til lifandi fjár og dauðra peninga. Fjárhirðar Íslands gættu sjóða almennings, þeir heyrðu þrusk í skógi og jafnvel ýlfur en . . .Úr nýársdagsræðu sr. Arnar Bárðar sem hægt er að lesa [...]

By |2. janúar 2009 16:43|

Fella eða gefa séns?

Egóismi í bland við fjársókn er skelfileg blanda. Samfélag hefur liðið fyrir og verið í álögum, undir vef blekkingar. Lygi leiðir alltaf til hruns, blekking elur aðeins dauða og lygavefur veldur eyðingu. Á að fella eða gefa séns? Íhugun sr. Sigurðar Árna á gamlárskvöldi 2008 er að baki þessari smellu.

By |1. janúar 2009 11:44|

Helgihald í Neskirkju við áramót

Gamlársdagur 31. desember - Aftansöngur kl. 18.00Einsöngur Jóhann Friðgeir Valdimarsson. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari.Nýársdagur 1. janúar – Hátíðarmessa kl. 14.00.Einsöngur Gissur Páll Gissurarson. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari.

By |30. desember 2008 21:09|

Sr. Kristján Valur messar

Á sunnudegi milli jóla og nýárs, 28. desember, mun sr. Kristján Valur Ingólfsson prédika og þjóna fyrir altari í Neskirkju. Sr. Kristján Valur er sóknarprestur á Þingvöllum, helsti sérfræðingur þjóðkirkjunnar og kennari guðfræðinema í kennimannlegum fræðum. Textar dagsins eru aðgengilegir undir þessari smellu. Guðspjallið fjallar um Símeon og lífsfyllingu hans [...]

By |28. desember 2008 01:07|

Von heimsins í augum barns

Við messu á annan í jólum söng Litli kórinn, kór eldri borgara Neskirkju undir stjórn Ingu J Backman. Pamela de Sensi lék á flautu og Steingrímur Þórhallsson var við orgelið. Prékinunin fjallaði um holdtekju Guðs á jörðu, Guð í barninu í Betlehem, Guði í náunganum og ólíklegasta fólki og við [...]

By |26. desember 2008 17:10|

Þrjár ástarsögur og hellingur af appelsínum

Hvað gerir mannlíf þess virði að lifa því? Og svo er önnur tengd spurning, sem er þó enn meiri. Hvað er það sem gerir líf Guðs þess virði að lifa því? Í faðmlögum fjölskylduboðanna og augntillitum hinna ástföngnu eru kannski vísbendingar um svör við báðum spurningum. Jóladagsprédikun Sigurðar Árna er [...]

By |25. desember 2008 18:30|

Já, hjá mér er nóg pláss

Jólasagan er grunnsaga, helgisaga, með ýmsum einkennum yfirnáttúrusögu. Helgisögur á ekki að taka bókstaflega heldur alvarlega. Þær eru ekki á yfirborðinu - heldur dýptina. Þær eiga sér ábót, sem birtist þegar… Íhugun Sigurðar Árna á jólanótt 2008 opnast þér bakk þessari smellu.

By |25. desember 2008 10:28|

Fjórði sunnudagur í aðventu

Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Stúlknakór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði. Umsjón Sigurvin, María, Andrea, Ari og Alexandra. [...]

By |19. desember 2008 14:35|