Á sunnudegi milli jóla og nýárs, 28. desember, mun sr. Kristján Valur Ingólfsson prédika og þjóna fyrir altari í Neskirkju. Sr. Kristján Valur er sóknarprestur á Þingvöllum, helsti sérfræðingur þjóðkirkjunnar og kennari guðfræðinema í kennimannlegum fræðum. Textar dagsins eru aðgengilegir undir þessari smellu. Guðspjallið fjallar um Símeon og lífsfyllingu hans og lofsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson og félagar úr Kór Neskirkju syngja. Börnin byrja í messunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði. Umsjón Sigurvin, María, Andrea, Ari og Alexandra. Samfélag á Torginu eftir messu.