Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Elskuseðlar Neskirkjufólks

Í messunni 8. mars voru miðar á sálmabókum. Þeir voru til að skrifa á vonir, bænir, áætlanir um það sem við getum gert til að bregðast við kreppunni. Fólk hengdi svo miðana á glerið við brúna milli kirkju og safnaðarheimilis. Elskusemin og umhyggjan skín í gegn. Þetta eru merkismiðar fyrir [...]

By |12. mars 2009 15:15|

Satfiskur og viðsnúningur

Á föstudögum á föstunni er boðið upp á saltfisk í hádeginu á Torgi Neskirkju. Borðhald hefst um kl. 12. Kl. 12,30 verða fluttar stuttar borðræður, sem þjóna áherslu föstunnar á hreinskilni. Ytri aðstæður okkar Íslendinga hvetja til breytinga eða viðsnúnings. Föstudaginn 13. mars mun dr. Sigríður Guðmarsdóttir flytja ör erindi [...]

By |12. mars 2009 11:48|

Opið hús – Guðríðarkirkja

Miðvikudaginn 11. mars verður farið í vettvangsferð og nýja kirkjan í Grafarholti, Guðríðarkirkja, heimsótt. Kirkjan er sú fyrsta á Íslandi sem ber nafn konu. Dr. Sigríðar Guðmarsdóttir, sóknarprestur, segir frá kirkjunni og byggingu hennar. Áður en lagt verður í hann eru kaffiveitingar á Torginu kl. 15. Brottför er síðan frá [...]

By |10. mars 2009 15:02|

Boðorð 7 og Búkolla

Berðu virðingu fyrir öðrum. Leitastu við að efla fólk og styðja það. Ef við öll temjum okkur svona afstöðu og komum henni í framkvæmd yrði lífið skemmtilegra og traustið myndi setjast að í mannheimum. Það er merking 7. boðorðsins sem Sigurður Árni íhugaði í prédikun 8. mars 2009.

By |8. mars 2009 18:27|

Berðu virðingu fyrir fólki og lífi þess

Sunnudaginn 8. mars verður í Neskirkjumessunni hugað að boðinu: Þú skalt ekki stela. Kór Neskirkju syngur og Steingrímur spilar. Barnastarfið byrjar í kirkjunni. Helgihald hefst kl. 11. Messuhópur: Droplaug, Ingibjörg, Magnús og Sesselja. Prestar Toshiki og Sigurður Árni, sem prédikar. Ari, María, Alexandra og fl. stýra barnastarfinu. Súpa eftir messu.

By |6. mars 2009 20:28|

Vel heppnaður æskulýðsdagur

Rúmlega 300 manns mættu til æskulýðsmessu í gær og brögðuðu á Lengstu Skúffuköku Vesturbæjar í messukaffinu. Kakan varð á endanum 9.1 metri sem setur markið hátt fyrir næsta ár. Stuttmyndin sem var sýnd í messunni er nú aðgengileg á myndasíðu barnastarfsins, sem og myndir af kökunni. Prédikun umsjónarmanns Barna- og [...]

By |2. mars 2009 10:54|

Kökubökuvaka fyrir æskulýðsdaginn

Krakkar úr Graduate NeDó vöktu aðfararnótt laugardags til að baka Lengstu skúffuköku Vesturbæjar sem verður boðin kirkjugestum á æskulýðsdeginum á sunnudag. Kakan varð rúmlega 8 metra löng og er það rúmum metra lengra en í fyrra. Eftir að verkinu lauk var brugðið á leik og þreytt ungmenni yfirgáfu kirkjuna um [...]

By |28. febrúar 2009 06:30|

Kraftaverk

"Segjum að þú farir héðan úr saltfisknum á eftir og sinnir því sem þú ætlaðir þér í dag. Þegar að þú síðan leggst á koddann í kvöld sofnar þú værum svefni. Á meðan að þú sefur á sér stað kraftaverk." Sr. Guðbjörg talaði um sátt á fyrsta saltfiskdegi. Borðræða hennar [...]

By |27. febrúar 2009 16:48|

Æskulýðsdagurinn í Neskirkju

Sunnudagurinn 1. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Þann dag verður fjölskyldumessa í kirkjunni þar sem börn og unglingar skipa veigamikið hlutverk. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar og umsjónarmaður barnastarfsins, Sigurvin Jónsson, prédikar ásamt börnum úr starfinu. Barnakór Neskirkju mun flytja lög, sýnd verður stuttmynd sem gerð var í unglingastarfinu og unglingaleiðtogar kirkjunnar [...]

By |26. febrúar 2009 10:26|

Opið hús miðvikudaginn 25. febrúar

Opið hús kl. 15. Sjálfsrækt. Dr. Árelía Eydís Guðmundsdóttir, lektor við viðskiptafræðideild HÍ, ræðir um bók sína: Móti hækkandi sól. Í bókinni segir m.a.: Þú ert þitt eigið fyrirtæki sjáðu um sjálfa/n þig eins og þú sæir um fyrirtækið þitt. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi.

By |25. febrúar 2009 00:00|