Sunnudaginn 8. mars verður í Neskirkjumessunni hugað að boðinu: Þú skalt ekki stela. Kór Neskirkju syngur og Steingrímur spilar. Barnastarfið byrjar í kirkjunni. Helgihald hefst kl. 11. Messuhópur: Droplaug, Ingibjörg, Magnús og Sesselja. Prestar Toshiki og Sigurður Árni, sem prédikar. Ari, María, Alexandra og fl. stýra barnastarfinu. Súpa eftir messu.