Sunnudagurinn 1. mars er æskulýðsdagur þjóðkirkjunnar. Þann dag verður fjölskyldumessa í kirkjunni þar sem börn og unglingar skipa veigamikið hlutverk. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir þjónar og umsjónarmaður barnastarfsins, Sigurvin Jónsson, prédikar ásamt börnum úr starfinu. Barnakór Neskirkju mun flytja lög, sýnd verður stuttmynd sem gerð var í unglingastarfinu og unglingaleiðtogar kirkjunnar skipa messuhóp. Eftir messu verður boðið upp á lengstu skúffuköku Vesturbæjar á Torginu.