Fréttir

//Fréttir
Fréttir 2017-04-26T12:23:05+00:00

Fermingar 2018

Skráning fermingarbarna fyrir veturinn 2017-18 er hafin. Skránin fer fram rafrænt. Nánari upplýsingar um fermingarfræðsluna ásamt fermingardögum er aðgengileg hér!

By | 24. maí 2017 12:05|

Uppstigningardagur

Á uppstigningardag, fimmtudaginn 25. maí, er guðsþjónusta kl. 14:00. Hljómur, kór eldri borgara syngur undir stjórn Hildigunnar Einarsdóttur. Steingrímur Þórhallsson er við hljóðfærið. Ellert B. Schram formaður Félags eldri borgara í Reykjavík flytur hugleiðingu dagsins. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Messukaffi.

By | 22. maí 2017 01:04|

Vorferð

Krossgötur miðvikudaginn 24. maí. Við höldum í dagsferð suður með sjó þar sem Albert Albertsson og samstarfsfólk hans leiða okkur um Auðlindagarðinn á Suðurnesjum. Sr. Elínborg Gísladóttir býður okkur svo í kaffi og sýnir okkur Grindavíkurkirkju. Lagt verður af stað frá Neskirkju kl. 13.30. Áætluð heimkoma er um kl. 17.30. [...]

By | 22. maí 2017 12:04|

Vorhátíð Neskirkju 21. maí

Þann 21. maí verður mikið um dýrðir í Neskirkju því að þá verður vorhátíð. Hún hefst með fjölskylduguðsþjónusta kl. 11 sem Stefanía og Katrín sjá um ásamt sr. Steinunni. Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Jóhönnu Halldórsdóttur og Steingrímur Þórhallsson leikur undir.  Að lokinni fjölskylduguðsþjónustu förum við út í garð. Þar verður hoppkastali, [...]

By | 18. maí 2017 02:41|

Hjartans þakkir, Droplaug

Á aðalfundi Nessóknar, sunnudaginn 14. maí s.l. urðu þau tímamót að Droplaug Guðnadóttir lét af formennsku í sóknarnefnd og dró sig um leið út úr nefndinni. Droplaug gekk til liðs við okkur fyrir fimmtán árum og er óhætt að segja að á þeim tíma hafi hún verið ómetanleg í störfum [...]

By | 18. maí 2017 11:19|

Prestur í Noregi

Krossgötur miðvikudaginn 17. maí kl. 13.30. Sr. Arna Grétarsdóttir, sóknarprestur á Reynivöllum kemur í heimsókn. Á þjóðhátíðardegi Norðmanna, hlýðum við á sr. Örnu lýsa viðburðarríkum störfum sínum meðal Íslendinga í Noregi, þar sem hún þjónaði í rúman áratug. Kaffiveitingar

By | 16. maí 2017 09:25|

Messa og sunnudagaskóli 14. maí

Sr. Sigurlín Ívarsdóttir predikar í messunni 14. maí. Hún lærði guðfræði við HÍ og starfaði sem prestur í ensku biskupakirkjunni í nokkur ár. Félagar úr kór Neskirkju syngja í messunni undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir þjónar fyrir altari. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað. Eftir sameiginlegt upphaf fer sunnudagaskólinn [...]

By | 11. maí 2017 09:50|

Aðalsafnaðarfundur Nessóknar

Aðalfundur Nessóknar verður haldin sunnudaginn 14. maí k. 12.20, að lokinni sunnudagsmessu safnaðarins, í safnaðarheimili kirkjunnar. Venjuleg dagskrá aðalsafnaðarfundar. Sóknarnefnd Neskirkju.

By | 9. maí 2017 10:51|

Starf prófasts

Krossgötur miðvikudaginn 10. maí kl. 13.30. Helga Soffía Konráðsdóttir, prófastur Reykjavíkurprófastsdæmis vestra hefur mörgum hnöppum að hneppa í starfi sínu sem prófastur. Embætti þessi eru gróin í kirkjulegri stjórnsýslu en í borgaralegu umhverfi á okkar dögum má ætla að sífellt bætist við ný verkefni sem prófastur þarf að sinna. Kaffiveitingar.

By | 9. maí 2017 10:48|

Messa og sunnudagaskóli 7. maí.

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 sunnudaginn 7. maí. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng, organisti er María Kristín Jónsdóttir. Sr. Steinunn A. Björnsdóttir predikar og þjónar fyrir altari. Textar dagsins fjalla um von og huggun. Þá má lesa á vef kirkjunnar. Sunnudagaskólinn verður líflegur að venju. Hann er [...]

By | 4. maí 2017 11:07|