Krossgötur þriðjudaginn 26. september kl. 13.00. Þríhyrningsdrama við Sundin blá haustið 1791. Már Jónsson, prófessor í sagnfræði við HÍ, flytur erindi þar sem hann sviptir hulunni af brotakenndum og illa varðveittum bréfaskiptum Sveins Pálssonar náttúrufræðings og hjónanna Stefáns Stephensens varalögmanns og Mörtu Maríu Hölter í Innra-Hólmi. Lyktir urðu vinslit sem vörðu í fjölda ára. Kaffiveitingar.