Páll Haukur Björnsson

Safnaðarheimili Neskirkju
11. júní

Leikur að mörkum og skilgreiningum er iðja sem varpar fram spurningum um hið listræna sjálf ekki síður en um afurðir þess. Útkoman eru verk sem eru alls konar en þó með ákveðnu svipmóti. Ferill Páls Hauks spannar allt frá hinu ofur einfalda til hins ofur flókna, frá því sem mótast af nauðhyggju til þess sem er háð geðþótta, og blandar þessu tvennu oft saman með ófyrirséðum afleiðingum.

Páll Haukur stundaði nám í Listaháskóla Íslands og í California Institute of the Arts þar sem hann hlaut MFA-gráðu árið 2013. Í innsetningum hans er notast við teikningar, skúlptúr og gjörninga; þær hafa verið sýndar frá árinu 2008 á Íslandi, í Evrópu og í Bandaríkjunum. Hann býr og starfar í Reykjavík.

Sýningin er opin á skrifstofutíma á virkum dögum og eins á sunnudögum frá kl. 11:00 og fram yfir hádegi.