Sýningar

//Sýningar
Sýningar 2018-08-10T18:41:52+00:00

Daniel Reuter

The Maps of Things

Neskirkja 20. maí – 16. september 2018

Sunnudaginn 20. maí að lokinni messu kl. 12.30 opnar sýning Daniels Reuter, The Maps of Things, í Safnaðarheimili Neskirkju. Allir velkomnir.

Daniel Reuter er fæddur í Þýskalandi árið 1976 og ólst upp í Lúxemborg. Hann er með MFA í ljósmyndun frá University of Hartford, Connecticut í Bandaríkjunum. Árið 2013 sendi hann frá sér bókina History of the Visit sem tilnefnd var til verðlauna á Paris Photo-ljósmyndahátíðinni (Paris-Photo Aperture Foundation First Photobook of the Year Award 2013) og þýsku ljósmyndabóka-verðlaunanna (German Photobook Award 2015). Daniel myndaði verk íslenskra arkitekta og manngert umhverfi á Íslandi fyrir bókina Snert á arkitektúr sem kom út árið 2017 en Sigrún Alba Sigurðardóttir skrifaði texta bókarinnar. Verk hans hafa verið sýnd víða í Evrópu, í Bandaríkjunum og í Japan. Daniel starfar sem ljósmyndari og ljósmyndakennari á Íslandi og í Lúxemborg.