Messíana Tómasdóttir
Heimurinn er ljóð sem mannkynið yrkir

Safnaðarheimili Neskirkju
1. mars – 9. ágúst 2020

Sýning Messíönu Tómasdóttur: ,,Heimurinn er ljóð sem mannkynið yrkir“ opnar í Neskirkju sunnudaginn 1. mars kl. 11:00. Sr. Ása Björk Ólafsdóttir, prestur í Dublin og dóttir Messíönu, predikar. Að messu lokinni syngur barnabarn listakonunnar, Messíana Kristinsdóttir við undirleik Guðrúnar Birgisdóttur. Að messu lokinni frumflytja Messína Kristinsdóttir söngkona og barnabarn listakonunnar og Guðrún Birgisdóttir flautuleikari nýtt tónverk eftir Karólínu Eiríksdóttur.