Fréttir

//Fréttir
Fréttir 2017-04-26T12:23:05+00:00

Tónlist á Krossgötum

Krossgötur þriðjudaginn 8. maí kl. 13.00. Áslaug Gunnarsdóttir, tónlistarkennari, leikur tónlist eftir tvær konur, Marianne Martinez (1744-1812) og Johanna Senfter (1879-1916). og kynnir höfundana. Kaffi og kruðerí!

By | 7. maí 2018 08:45|

Sr. Örn Bárður þjónar 6. maí – léttur hádegisverður og spjall

Messa og sunnudagaskóli kl. 11 þann 6. maí. Sr. Örn Bárður Jónsson, fyrrverandi sóknarprestur Nessóknar, predikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Steinunni A. Björnsdóttur. Félagar úr Kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sunnudagaskólinn er í umsjá sr. Ásu Laufeyjar og félaga. Söngur, leikur og [...]

By | 30. apríl 2018 05:22|

Vorferð í Kjósina

Miðvikudaginn 2. maí verður farið í vorferð á Krossgötum. Langt verður af stað frá kirkjunni í rútu kl. 13.00. Ferðinni er heitið í Kjósina og verða Reynivellir sérstaklega heimsóttir. Kaffiveitingar. Ferðin kosta 1000 kr. og er öllum opin.

By | 30. apríl 2018 08:21|

Messa 28. apríl

Messa og barnastarf kl. 11. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur og gleði í sunnudagskólanum. Umsjón Ása Laufey, Katrín, Heba og Ari. Kaffisopi og samfélaga eftir messu á Torginu.

By | 26. apríl 2018 04:02|

Krossgötur

Krossgötur þriðjudaginn 24. apríl kl. 13.00. Gunnar Kristjánsson, fyrrum prófastur: Halldór Laxness og Fjallræðufólkið. Hljómur kór eldri borgara í Neskirkju syngur. Kaffiveitngar.

By | 23. apríl 2018 11:53|

Messa og sunnudagaskóli 22. apríl

Messa og sunnudagaskóli kl. 11. Sameiginlegt upphaf í kirkjuskipinu og svo færir sunnudagaskólinn sig yfir í safnaðarheimilið þar sem Yrja, Katrín, Heba og Ari halda uppi gleðinni. Í messunni verða sungnir vor og sumarsálmar og umfjöllunarefnið er vonin. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir og félagar úr kór Neskirkju syngja [...]

By | 21. apríl 2018 11:55|

Bjartsýnisbusl Neskirkju

Við ætlum að fagna sumarkomunni með bjartsýnisbusli í Vesturbæjarlaug kl. 10 n.k. fimmtudag, 19. apríl - sumardaginn fyrsta. Söngur, leikir og busl. Frábær fjölskylduskemmtun. Athugið að það verður frítt í sundlaugina frá kl. 9.-11.

By | 17. apríl 2018 08:45|

Krossgötur

Krossgötur þriðjudaginn 17. apríl kl. 13.00. Guðrún Bergmann, rithöfundur: Góð heilsa gulli betri: Betri lífsgæði á efri árum. Kaffiveitingar. Í hádeginu er boðið upp á súpu og brauð gegn vægu verði.

By | 17. apríl 2018 08:40|

Messa 15. apríl

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Háskólakórinn syngur. Organisti Gunnsteinn Ólafsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Gleði og gaman í sunnudagskólanum. Umsjón Katrín, Yrja, Heba og Ari. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By | 12. apríl 2018 11:49|

Harpa kveður dyra – Tólf blik og tónar

Miðvikudaginn 18. apríl kl. 20. mun Kór Neskirkju fagnar vori með frumflutningi á nýju kórverki í tólf þáttum eftir Steingrím Þórhallsson, stjórnanda kórsins. Verkið Harpa kveður dyra – Tólf blik og tónar er ofið úr tólf ljóðum Snorra Hjartarsonar. Flutningur hvers þáttar hefst á ljóðalestri. Flytjendur eru Kór Neskirkju og Gunnar Þorsteinsson, þýðandi [...]

By | 9. apríl 2018 12:21|