Messa og sunnudagaskóli á Biblíudaginn
24. febrúar er Biblíudagurinn í kirkjunni. Þann dag er að venju messa og sunnudagaskóli kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Umræðuefnið er meðal annars munurinn á illgresi og pálmatrjám í glerhjúp og hvernig hægt er [...]
Umhverfismál og trú
Fimmtudaginn 21. febrúar kl. 17 verður málþing á vegum Samráðsvettvangs trú- og lífsskoðunarfélaga með yfirskriftinni Umhverfismál og trú. Frummælendur á þinginu eru: Halldór Þorgeirsson, formaður Loftlagsráðs og fyrrverandi framkvæmdastjóri alþjóðasamvinnumála hjá skrifstofu Loftlagssamnings Sameinuðu þjóðanna, Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir, prófessor í guðfræðilegri siðfræði við Guðfræði- og trúarbragðadeild Háskóla Íslands og [...]
Iðunn Steinsdóttir
Krossgötur þriðjudaginn 19. febrúar kl. 13.00. Iðunn Steinsdóttir, rithöfundur, segir frá bók sinni um langafa sinn Hrólf Hrólfsson, bókelskan sveitar- ómaga og vinnumann á 19. öld. Kaffiveitingar og söngur.
Messa og sunnudagaskóli 17. febrúar
Þann 17. febrúar verður messa og sunnudagaskóli kl. 11 að venju. Við söfnumst saman í kirkjunni og eftir sameiginlegt upphaf skunda börnin í safnaðarheimilið þar sem Gunnar Thomas Guðnason, Ari Agnarsson og sr. Skúli S. Ólafsson halda uppi fjörinu. Í messunni syngur Háskólakórinn undir stjórn Douglas Brotchie sem leikur einnig [...]
Bannfæring
Á þremur fræðslukvöldum í Neskirkju, 14., 21. og 28. ferbrúar kl. 20.00 verður rætt um bannfæringar og útskúfun í margbreytilegum samfélögum. Fátt lýsir betur samfélögum, eðli þeirra og uppbyggingu en að rýna í skráðar og óskráðar reglur um útskúfun. Slíkar hugmyndir birtast á öllum tímum og þar er samtími okkar [...]
Jesú jóga
Krossgötur þriðjudaginn 12. ferbrúar. Sr. Grétar Halldór Gunnarsson, prestur í Grafarvogskirkju, kemur í heimsókn og fjallar um kristna íhugun, Jesú jóga. Kaffiveitingar og söngur!
Messa 10. febrúar
Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Sögur, söngur, gleði og gaman í sunnudagaskólanum. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Gunnar Tómas Guðnason og Ari Agnarsson. Kaffi sopi og samfélag á Torginu eftir messu.
Hljóð, ljóð og sjón
Næsta fimmtudag 7. febrúar kl. 18 verður þriðja Skammdegisbirtu daskráin. Boðið verður upp á barokk ábreiður, sagt frá fjölbreyttum listferli Gerðar Helgadóttur og ljóðskáldið Haukur Ingvarsson veltir fyrir sér spurningum sem varða trú og trúleysi. Og svo verður að venju boðið upp á súpu og drykki. Allir velkomnir. Nánari upplýsingar [...]
Einelti
Krossgötur þriðjudaginn 5. febrúar kl. 13.00. Kristjana M. Sigmundsdóttir og Þorlákur Helgi Helgason, baráttufólk gegn einelti. Elta minningarnar okkur ævina út? Um einelti í æsku. Kaffiveitingar.
Messa og sunnudagaskóli 3. febrúar
Sunnudagurinn 3. febrúar er bænadagur að vetri. Þann er er að venju messa og sunnudagaskóli kl. 11. Við hefjum stundirnar saman inni í kirkju en barnastarfið færir sig síðan yfir í safnaðarheimilið. Kór Neskirkju syngur í messunni og leiðir söng undir stjórn Steingríms Þórhallssonar organista. Sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir predikar [...]