Fréttir

Home/Kirkjan/Fréttir
Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Íslensk erfðagreining

Krossgötur þriðjudaginn 15. október. Lagt afstað í heimskókn í Íslenska erfðagreiningu kl. 14.00. Skoðunarferða og fræðsla ásamt kaffiveitingum í boði gestgjafa. Opið hús í Neskirkju milli kl. 13 og 14. Kaffi á könnunni.

By |14. október 2019 11:05|

Messa 13. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upp. Peter-Fischer Möller, Hróarskeldubiskup, predikar. Predikunin verður flutt á dönsku en handrit með þýðingu verður aðgengilegt. Félagar úr Kór Neskirkju syngja. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Sögur, söngur og gleði í sunnudagaskólanum. Umsjón Katrín Helga Ágústsdóttir, Gunnar Th. Guðjónsson og Ari [...]

By |10. október 2019 09:04|

Hugarheimur rómantíkurinnar

Fimmtudaginn 10. október kl. 20. mun Sveinn Yngvi Egilsson, prófessor í íslenskum bókmenntum, halda erindi um rómantík og þjóðernisstefnu en einnig trúarleg og veraldleg viðhorf sem einkenna þessa hugmyndastefnu. Þýsk sálumessa Brahms verður einnig til umfjöllunar. Tilefnið er að kór Neskirkju flytur nú 26. október Þýska sálumessu Brahms sem kalla má [...]

By |9. október 2019 11:43|

Græni biskupinn prédikar í Neskirkju

Næskomandi sunnudag, 13. Október kl. 11,  prédikar Peter-Fischer Möller, Hróarskeldubiskup, í Neskirkju. Peter-Fischer Möller hefur gegnt embætti biskups í Hróarskeldu síðan 2008. Hann situr í framkvæmdastjórn kirkjuráðs í Danmörku og er virkur í starfshópi um Græna kirkju www.gronkirke.dk Hann hefur verið áberandi í Danmörku og annarsstaðar á Norðurlöndum í umræðum [...]

By |9. október 2019 09:03|

Messa 6. október

Messa og barnastarf kl. 11. Sameiginlegt upphaf. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Söngur, sögur, leikir og gleði í safnaðarstarfinu. Umsjón með barnastarfinu hafa Margrét H. Atladóttir, Gunnar T. Guðnasson og Ari Agnarssson. Samfélag og kaffiveitingar á Torginu eftir messu.

By |4. október 2019 10:57|

Skammdegisbirta – Regnbogakvöld

Fimmtudaginn 3. október er fyrsta skammdegisbirta vetrarins. Hún er helguð sýningunni, Regnbogabraut: Falin saga í 1200 ár, með verkum eftir hinsegin listafólk. Aðalfyrirlesari kvöldsins er dr. Ynda Eldborg, listfræðingur. Þá syngur og leikur Una Torfadóttir eigin tónlist. Einnig ræðir dr. Skúli S. Ólafsson um samkynhneigð í samhengi Biblíu og kristindóms. [...]

By |1. október 2019 12:13|

Heimsókn á Njáluslóðir

Krossgötur þriðjudaginn 1. október. Krossgötufólk heldur í langferð á vettvang þessarar mögnuðu Íslendingasögu. Þetta verður fróðlegur og skemmtilegur dagur og auðvitað njótum við góðra kaffiveitinga. Lagt verður af stað frá Neskirkju kl. 13.00. Ferðinn kostar 3.000 kr. Farastjóri er Guðbjörn Sigurbjörnsson.

By |1. október 2019 07:59|

Örnámskeið um Biblíuna 28. september

Hvers konar bók er Biblían? Eða hvers konar ritsafn, því að hún er samsafn bóka. Hvenær var hún skrifuð? Hverjir skrifuðu hana? Hvers vegna? Stutt námskeið  verður um Biblíuna, gerð, tilurð og túlkun í safnaðarheimili Neskirkju laugardaginn 28. september kl. 10 - 12. Námskeiðið er þátttakendum að kostnaðarlausu. Kennarar eru [...]

By |26. september 2019 12:01|

Fjölskylduguðsþjónusta 29. september

Fjölskylduguðsþjónusta kl. 11. Létt tónlist, saga, íhugun og rými þar sem við getum valið svæði, samið bæn, þegið blessun, kveikt á kerti og fleira. Boðið verður upp á bangsablessun fyrir þau sem koma með mjúkleikföngin. Sr. Steinunn A. Björnsdóttir leiðir stundina ásamt starfsfólki sunnudagaskólans og Ari Agnarsson leikur undir. Hressing [...]

By |26. september 2019 11:57|

Stjúpur í ævintýrum

Krossgötur þriðjudaginn 24. september kl. 13.00. Rósa Þorsteinsdóttir þjóðfræðingur og starfar á Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum, segir frá vondum og góðum stjúpum. Kaffi og kruðerí.

By |23. september 2019 09:58|