Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Tríó Vest

Krossgötur mánudaginn 18. mars kl. 13.00. Fastur liður í starfi Krossgatna er að fá til okkar þetta afburða tónlistarfólk sem leikur og kynnir fyrir okkur ýmis tónverk. Tríó Vest mynda þessar tónlistarkonur: Sigríður Bjarney Baldvinsdóttir fiðla, Victoria Tarevskaia selló, Áslaug Gunnarsdóttir píanó. Þær spila fyrir okkur 2 kafla úr Brahms píanótríó, Tango eftir A. Piazzolla og 3 [...]

By |14. mars 2024 09:28|

Mansöngvar og móttetur

Tónleikar Kór Neskirkju í Landakotskirkju kl. 20.00 þriðjudaginn 19. mars. Á tónleikunum verða fluttir mansöngvar þar sem umfjöllunarefnið er oftar en ekki óendurgoldin ást. Höfundar verkanna eru tónskáldin John Dowland, Thomas Morley, Thomas Tomkins, Ralph Vaughan Williams, Claudio Monteverdi, Carlo Gesualdo og Atli Heimir Sveinsson. Á undan hverju tónverki verður [...]

By |13. mars 2024 12:49|

Messa 17. mars

Messa og barnastarf kl. 11:00. Félagar úr Kór Neskirkju syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Barnastarfið er á sínum stað með söng, sögum og leik. Kaffi á Torginu að messu lokinni. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson

By |13. mars 2024 12:45|

Krossgötur 11. mars

Krossgötur mánudaginn 11. mars kl. 13.00. Afhelgun bókaþjóðar. Haraldur Hreinsson, lektor við Háskóla Íslands flytur erindi sem hann kallar, Afhelgun bókaþjóðar, íslenskar bókmenntir og afhelgurnarferli nútímans. Kaffiveitingar.

By |7. mars 2024 10:50|

Messa 10. mars

Messa kl. 11:00. Sr. Sigurvin Lárus Jónsson, fríkirkjuprestur messar en hann þjónaði árum saman í Neskirkju, bæði sem æskulýðsfulltrúi og prestur. Félagar úr Kór Neskirkju leiða sönginn og flytja stólvers undir stjórn Steingríms Þórhallssonar sem er við hljóðfærið. Barnastarfið er á sínum stað undir stjórn leiðtoganna. Kaffisopi á Torginu að [...]

By |7. mars 2024 10:47|

Æskulýðsmessa 3. mars

Æskulýðsguðsþjónusta kl. 11:00. Barnakór Neskirkju syngur undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Leiðtogar í barnastarfinu leiða stundina ásamt presti. Kaffisopi á Torginu að samveru lokinni!

By |1. mars 2024 08:55|

Sköpunarsaga Svartfugls Gunnars Gunnarssonar

Krossgötur mánudaginn 4. mars kl. 13.00. Már Jónsson prófessor flytur erindi um Svartfugl Gunnars Gnnarssonar. Árið 1929 sendi Gunnar frá sér skáldsöguna sem sló rækilega í gegn í Danmörku. Bókin er enn lesin á Íslandi og hefur margoft verið prentað síðan hún var fyrst þýdd árið 1938. Vinnugögn Gunnars eru varðveitt og [...]

By |1. mars 2024 08:51|

Krossgötur

Útför herra Karls Sigurbjörnssonar fer fram frá Hallgrímskirkju, mánudaginn 26. febrúar kl. 13:00. Fyrir vikið falla áður auglýstar Krossgötur sem áttu að fara fram á sama tíma niður.

By |21. febrúar 2024 15:39|

O R Ð I Ð

Jóna Hlíf Halldórsdóttir opnar einkasýninguna O R Ð I Ð – (verða varð urðum orðið) í Neskirkju sunnudaginn 25. febrúar. Opnunin verður í safnaðarheimilinu að lokinni messu sem hefst klukkan 11.00. Sýningin samanstendur af völdum textaverkum og skúlptúrum sem Jóna Hlíf hefur unnið á undanförnum árum. "Það er eitthvað við [...]

By |21. febrúar 2024 15:35|

Messa 25. febrúar

Messa, barnastarf og opnun myndlistarsýningar kl. 11:00. Félagar úr Háskólakórnum syngja undir stjórn Gunnsteins Ólafssonar sem er við hljóðfærið. Barnastarfið á sínum stað með söng og gleði. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Sýning Jónu Hlífar Halldórsdóttur, Orðið, opnar á Torginu og verður fjallað um verkin í predikun. Prestur er [...]

By |21. febrúar 2024 15:34|