Fréttir

//Fréttir
Fréttir 2017-04-26T12:23:05+00:00

Prjónamessa 19. ágúst

Sunnudaginn 19. ágúst kl. 11 verður prjónamessa. Félagar úr prjónahóp sem hittist í kirkjunni aðstoða í messunni og þau sem vilja eru hvött til að mæta með prjóna, hekl eða saumaskap í messuna. Sr. Steinunn Arnþrúður ætlar að glíma við fagnaðarerindi handavinnunnar og félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða [...]

By | 16. ágúst 2018 04:31|

Kaffihúsamessa í garðinum

Sunnudaginn 12. ágúst verður messa kl. 11. Ef veður leyfir verður kaffihúsamessa í garðinum en annars leitum við skjóls í kirkjunni. Félagar úr kór Neskirkju leiða söng, prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Ungir sem aldnir velkomnir, litir og blöð fyrir yngstu þátttakendurna. Andleg og líkamleg næring þessa gleðihelgi.

By | 9. ágúst 2018 10:55|

Gítarmessa þann 22. júlí

Messa kl. 11 þann 22. júlí. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng við gítarundirleik Þorgeirs Tryggvasonar. Prestur sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Allir eru velkomnir í messu, ungir sem aldnir. Blöð og litir á staðnum fyrir yngsta fólkið. Kaffi og samfélag á Kirkjutorginu eftir messu.

By | 20. júlí 2018 11:52|

Messa 15. júlí

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffisopi á Torginu eftir messu.

By | 12. júlí 2018 11:03|

Engar erfidrykkjur í júlí

Vegna sumarleyfa starfsmanna í júlí getum við ekki boðið aðstandendum upp á safnaðarheimilið fyrir erfidrykkjur. Beðist er velvirðingar á þessu en í ágústmánuði hefst starfsemin að nýju.

By | 6. júlí 2018 11:37|

Messa 8. júlí

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Kaffisopi á Torginu eftir messu.

By | 6. júlí 2018 11:35|

Messa 24. júní

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organist Steingrímur Þórhallsson. Prestur sr. Skúli S. Ólafsson. Samfélag og kaffisopi eftir messu.

By | 21. júní 2018 10:44|

Messa á þjóhátíðardaginn

Þjóðbúningamessa kl. 11. Í tilefni þjóðhátíðardeginum eru kirkjugestir hvattir til að mæta í þjóðlegum klæðnaði. Háskólakórinn syngur. Organisti Gunnsteinn Ólafssson. Prestur sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir. Kaffisopi og samfélag eftir messu.

By | 11. júní 2018 12:25|

Sumarmessa 10. júní

Sumarmessa þann 10. júní kl. 11. Félagar úr kór Neskirkju syngja og leiða söng við undirleik Maríu Kristínar Jónsdóttur. Prestur er sr. Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Ungir og aldnir velkomnir. Litir og blöð í boði fyrir unga dundara. Kaffi og samfélag eftir messu á Kirkjutorginu.

By | 7. júní 2018 09:29|

Kórinn kveður dyra

Í tilefni tónleikaferðar Kórs Neskirkju til Þýskalands 12-19 júní 2018 bjóðum við ykkur á tónleika í Neskirkju miðvikudaginn 6. júní kl. 20.00 þar sem efnisskrá tónleikaferðinnar verður flutt. Það er enginn aðgangseyrir og allir hjartanlega velkomnir! Eftir tónleikana verður blómasala. Plönturnar koma, sem fyrr, úr umhyggjusamri ræktun kórstjórans og þær eru [...]

By | 5. júní 2018 11:46|