Fermingarfræðsla í Neskirkju

2023 til 2024

Rafræn skráning

Fermingarveturinn hefst á kynningarfundi 13. ágúst
Námskeið í ágúst:

  • Kynningarfundur: Sunnudaginn 13. ágúst kl. 20:00
  • Námskeið: Mánudaginn 14. – fimmtudagsins 17. ágúst kl. 10 – 15
  • Grillveisla kl. 19.00 á fimmtudagskvöldið, 17. ágúst
  • Sunnudaginn 20. ágúst kl. 11: Messa fyrir fermingarbörn og foreldra. Góðursetning eftir messu í Heiðmörk

Vetranámskeiðið byrjar 1. september.

Þann 8.-10. september er helgarferð í Vatnaskóg.

Fermingardagar 2024
Sunnudagurinn 17. mars kl. 13.30
Laugardagurinn 23. mars kl. 11.00 og 13.30
Annar í páskum 1. apríl kl. 11.00
Sunnudaginn 7. apríl kl. 13.30

Sumarnámskeið 13. – 17. ágúst 2023
Kynning sunnudaginn 13. ágúst kl. 20. Fræðsla mánudag – fimmtudags milli kl. 10 og 15. Fermingarbörn koma með skriffæri. Kennslugögn verða afhent í kirkjunni. Mætingarskylda alla dagana. Léttur hádegisverður og síðdegishressing. Fimmtudagskvöldið milli 19.00 og 21.00 er grill og kynning á æskulýðsstarfi kirkjunnar.

Messa 20. ágúst
Messa kl. 11 árdegis er hluti af námskeiðinu. Í framhaldi fara fermingarbörn og foreldrar með prestum í Heiðmörk þar sem tré verða gróðursett.

Vetranámskeið (Fyrir þau sem ekki komust á sumarnámskeiðið).
Fræðsla fyrir þau sem ekki gátu sótt námskeiðið í ágúst að öllu leyti eða að hluta til fer fram föstudaginn 28. september kl. 14:00. Einnig taka börnin þátt í messu kl. 11:00 1. október. Vetrarfræðslan heldur svo áfram eina helgi í janúar, laugardag og sunnudag. Nánari upplýsingar verða gefnar þegar nær dregur.

Ferðalag í Vatnaskóg 8. – 10. september
Lagt verður af stað frá Neskirkju kl. 17 föstudaginn 8. september. Komið heim seinnipartinn, sunnudaginn 10. september.

Messusókn í vetur
Fermingarbörn mæta í eina messu í mánuði (sept., okt., nóv., des., jan. og feb.) eða samtals í 6 skipti sem hluta af fermingarnámskeiðinu. Eftir messu vinna þau verkefni í kirkjunni. Þess er vænst að foreldrar sæki kirkju með börnum sínum.

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 3. mars
Æskulýðsmessa kl. 11. Vænst er þátttöku fermingarbarna.

Söfnun – hjálparstarf
Þriðjudaginn 7. nóvember safna fermingarbörn fé til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar.

Fræðslukvöld í kirkjunni
Yfir veturinn verða fjögur fræðslukvöld. Á tveimur þeirra er einnig vænst þátttöku foreldra.

Dagsetningarnar eru:

  • 21. september, fimmtudagur, kl. 18.00 – 19.30
  • 2. nóvember, fimmtudagur, kl. 18.00 – 19.30 (foreldrar og börn)
  • 16. janúar, þriðjudagur, kl. 18.00 – 19.30 (foreldrar og börn)
  • 22. febrúar, fimmtudagur, kl. 18.00 – 19.30

Foreldrafundir
Efnt verður til fjögurra samvera með foreldrum. Fundirnir eru vettvangur til að fara yfir samskipti við unga fólkið, ræða trú, samfélag, siðferði sem og ferminguna sjálfa.

Dagsetningarnar eru:

  • 7. sept., fimmtudagur, kl. 18-19 (fundur án barnanna)
  • 2. nóvember, kl. 18-19.30 (fundur með börnunum)
  • 16. jan. þriðjudagur kl. 18-19.30 (fundur með börnunum)
  • 7. mars, fimmtudagur, kl. 18-19 (fundur án barnanna)

Æfings fyrir fermingarathafnir

15. mars kl. 14.00 fyrir  17. mars
22. mars kl. 14.00 og  fyrir 23. mars kl. 11.
22. mars kl. 15.00 og  fyrir 23. mars kl. 13.30.
27. mars kl. 13 fyrir fyrir 2. páskum, 1. apríl
5. apríl kl. 14 fyrir 7. apríl.

Skyldumæting!

Biblíuvers
Fermingarbörnin mega að velja sér Biblíuvers sem lesin eru við fermingarathöfnina. Hægt er að velja hvaða vers sem er úr Biblíunni. Á heimasíðu kirkjunnar neskirkja.is er hægt að finna fjöldann allan af ritningarversum sem hægt er að nota.

Viðtal
Börnin verða kölluð til viðtals eftir áramót. Fyrirkomulagið verður kynnt síðar.

Kanntu þetta
Á bls. 94 í bókinni eru atriði sem börnin þurfa að kunna fyrir   fermingu.

Upplýsingar
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma kirkjunnar 511 1560 eða með því að senda fyrirspurnir á netfangið runar@neskirkja.is.

Upplýsingar verða settar jafnóðum á facebook síðuna Neskirkja-foreldrar fermingarbarna 2023-2024.

Verð fyrir fermingarfræsluna er 38.500 innifalið í því eru námsgögn, næring á námskeiðum, ferð í Vatnaskóg, kyrtlaleiga og annar kostnaður við fræðsluna.

Ritningarvers má finna hér!

Kanntu þetta?

 

 

 

Verð fyrir fermingarfræsluna er 38.500 innifalið í því eru námsgögn, næring á námskeiðum, ferð í Vatnaskóg, kyrtlaleiga og annar kostnaður við fræðsluna.