Fermingarfræðsla í Neskirkju
2019 til 2020

Rafræn skráning

Fermingardagar vorið 2020

4. apríl, laugardagur, kl. 11.00
4. apríl, laugardagur, kl. 13.30
13. apríl, annar í páskum, kl. 11.00
19. apríl, sunnudagur, kl. 13.30

Hámarksfjöldi fermingarbarna í hverri fermingarmessu er 25 börn. Tvær æfingar verða skömmu fyrir fermingu.

Dagskráin eru fjölbreytt en markmiðið er þó einkum að því að veita börnunum fræðslu um kristna trú, siðferði og menningu. Þar má nefna: 

 • Sögur Biblíunnar 
 • Helgihaldið, saga þess og tákn
 • Tónlist í kirkjunni
 • Lífsleikni
 • Mannréttindi
 • Umhverfisvernd 
 • Þróunarhjálp

Fermingarveturinn hefst á námskeiði um miðjan ágúst. Þann 13. – 15. september er  helgarferð í Vatnaskóg. Yfir veturinn eru svo reglulegir viðburðir með börnum og foreldrum. 

Þau börn sem ekki geta tekið þátt í ágúst fá fræðslu yfir vetrarmánuðina. Hún hefst með kynningu fyrir unglingana 6. september kl. 13.30. 

Ferðin í Vatnaskóg er fyrir öll fermingarbörn.

Verð fyrir fræðsluna er kr. 28.000,- og er þar innifalið: Kennsla, fæði, námsgögn og ferð í Vatnaskóg 13. – 15. september.
Síðasti fermingarvetur hlaut jákvæð viðbrögð foreldra samkvæmt matsblaði sem þeir fylltu út við lok fræðslunnar vorið 2019. 

Þar mátti finna þessar umsagnir: 

 • Við áttum góðar stundir í fermingarfræðslunni. Kærar þakkir fyrir okkur. 
 • Skemmtilegt og reynt að höfða til bæði foreldra og barna. Ekki of formfast og höfðaði til margra. 
 • Flott og metnaðarfullt starf. 
 • Upplifun mín og sonar míns af fermingarfræðslunnir er mjög góð og það var góð byrjun fyrir krakkana að fara á námskeiðið í ágúst, það þjappaði þeim vel saman fyrir komandi vetur, bæði í fermingarfræðslunni og í Hagaskóla.
 • áhugaverð blanda af hefðbundinni fræðslu og að láta foreldri og barn vinna saman.
 • Við vorum mjög ánægð með fermingarstarfið og athöfnin sjálf var undursamleg í alla staði. Kökkur í hálsi og allur pakkinn 🙂 Takk kærlega fyrir.

Þessi orð eru okkur hvatning að efla fermingarstarfið enn frekar. 

Dagskrá yfir veturinn

Vetranámskeið (Fyrir þau sem ekki komust á sumarnámskeiðið)
Föstudaga kl. 13.30. Skipulag kynnt síðar. Kynningarfundur 6. september kl. 13.30.

Ferðalag í Vatnaskóg 13. – 15. september
Lagt verður af stað frá Neskirkju kl. 17 föstudaginn 13. september. Komið heim seinnipartinn, sunnudaginn 15. september.

Messusókn í vetur
Fermingarbörn mæta í eina messu í mánuði (sept., okt., nóv., des., jan. og feb.) eða samtals í 6 skipti sem hluta af fermingarnámskeiðinu. Strax eftir messu vinna þau verkefni í kirkjunni. Þess er vænst að foreldrar sæki kirkju með börnum sínum.

Ljósahátíð verður sunnu-daginn 15. desember kl. 20.
Fermingarbörn sjá um ýmsa þætti þeirrar stundar og er því skyldumæting þann dag. Einnig er skyldumæting á æfingu föstu-daginn 13. desember kl. 13.30.

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 1. mars
Æskulýðsmessa kl. 11. Vænst er þátttöku fermingarbarna.

Söfnun – hjálparstarf
Þriðjudaginn 5. nóvember safna fermingarbörn fé til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar.

Fræðslukvöld í kirkjunni þinni
Yfir veturinn verða fjögur fræðslukvöld. Þau eru hluti af fermingarfræðslunni. Á tvö þeirra er einnig vænst þátttöku foreldra. Á kvöldunum verður fjallað um málefni unglinga út frá kristnum gildum. Kvöldin eru sem hér  segir:

Dagsetningarnar eru:

 • 26. september kl. 18.00 -19.30 fædd í janúar til júní og kl. 19.30 – 21.00 fædd í júlí til desember
 • 29. október kl. 18.00 – 19.30 (foreldrar og börn)
 • 21. janúar kl. 18.00 – 19.30 (foreldrar og börn)
 • 27. febrúar strákar kl. 18.00 – 19.30 og stúlkur kl. 19.30 – 21.00

Foreldrafundir
Til að styðja foreldra í fermingar-undirbúningi verður í vetur efnt til fjögurra samvera með foreldr-um. Fundirnir eru vettvangur til að fara yfir samskipti við unga fólkið, ræða trú, samfélag, siðferði sem og ferminguna sjálfa.

Dagsetningarnar eru:

 • 12. september kl. 18-19    (fundur án barnanna)
 • 29. október kl. 18-19.30    (fundur með börnunum)
 • 21. janúar kl. 18-19.30      (fundur með börnunum)
 • 12. mars kl. 18-19               (fundur án barnanna)

Biblíuvers

Fermingarbörnin mega að velja sér Biblíuvers. Hægt er að velja hvaða vers sem er úr Biblíunni. Á heimasíðu kirkjunnar neskirkja.is er hægt að finna fjöldann allan af ritningarversum sem hægt er að nota.

Viðtal

Börnin verða kölluð til viðtals eftir áramót. Fyrirkomulagið verður kynnt síðar.

Kanntu þetta

Í bókinn bls. 75 eru atriði sem börnin þurfa að kunna fyrir   fermingu.

Upplýsingar

Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma kirkjunnar 

511 1560 eða með því að senda fyrirspurnir á netfangið runar@neskirkja.is.

Upplýsingar verða settar jafnóðum á facebook síðuna Foreldrar fermingarbarna.

Biblíuvers
Fermingarbörnin mega að velja sér Biblíuvers. Hægt er að velja hvaða vers sem er úr Biblíunni. Á heimasíðu kirkjunnar neskirkja.is er hægt að finna fjöldann allan af ritningarversum sem hægt er að nota.

Viðtal
Börnin verða kölluð til viðtals eftir áramót. Fyrirkomulagið verður kynnt síðar.

Kanntu þetta
Í bókinn bls. 86 eru atriði sem börnin þurfa að kunna fyrir fermingu.

Upplýsingar
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma kirkjunnar511 1560 eða með því að senda fyrirspurnir á netfangið runar@neskirkja.is.

Upplýsingar verða settar jafnóðum á facebook síðuna Foreldrar fermingarbarna.