Fermingar

Fermingar 2018-05-08T14:59:39+00:00

Fermingarfræðslan í Neskirkju, veturinn 2018-19

FERMINGARDAGAR 2019

Sunnudagurinn 7. apríl kl. 13.30
Laugardagurinn 13. apríl (fyrir pálmasunnudag) kl. 11.00 og 13.30
Annar í páskum 22. apríl kl. 11.00

Skráning:
Skráning er hafin!

Rafræn skráning!

Einnig er hægt er að hringja í síma 511-1560 eða koma við í Neskirkju við Hagatorg á skrifstofutíma milli klukkan 10 og 15. Hámarksfjöldi barna í hverri athöfn eru 25.

Dagskráin hefst með haustnámskeiði sem stendur frá fimmtudeginum 16. ágúst kl. 9:00 til þriðjudagskvöldsins 21. ágúst. Kennt verður frá kl. 9 – 15 fimmtudag, föstudag, mánudag og þriðjudag og frá 19.30 – 21 á þriðjudagskvöld. Að auki verður sérstök kynningarmessa fyrir veturinn þann 26. ágúst kl. 11 með þátttöku fermingarbarna og foreldra.

Þau börn sem ekki komast á haustnámskeiðið koma þess í stað vikulega eftir skóla frá september – desember.

Hópurinn dvelur í Vatnaskógi, helgina 14. -16. september við fræðslu og fjölbreytta leikjadagskrá.

Fundir með fermingarbörnum og foreldrum fara svo fram yfir veturinn og eru sérstaklega auglýstir.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Dagskrá veturinn 2017-2018

Sumarnámskeið 16. – 21. ágúst 2017
Kynning þriðjudaginn 15. ágúst kl. 20. Fræðsla miðvikudag,fimmtudag og föstudag og síðan mánudaginn 21. ágúst milli kl. 10 og 15. Ferm-ingarbörn koma með skriffæri. Kennslugögn verða afhent í kirkjunni. Mætingarskylda alla dagana. Léttur hádegisverður og síðdegishressing.

Messa 20. ágúst
Messa kl. 11 árdegis. Fermingar-börnin ganga til altaris ásamt foreldrum sínum.

Vetranámskeið (Fyrir þau sem ekki komust á sumarnámskeiðið)
Skipulag kynnt síðar. Kynningarfundur 1. september kl. 13.30.

Ferðalag í Vatnaskóg 8. – 10. september
Lagt verður af stað frá Neskirkju kl. 17 föstudaginn 8. september. Komið heim seinnipartinn,   sunnudaginn 10. september.

Messusókn í vetur
Fermingarbörn mæta í eina messu í mánuði (sept., okt., nóv., des., jan. og feb.) eða samtals í 6 skipti sem hluta af fermingarnámskeiðinu. Strax eftir messu vinna þau verkefni í kirkjunni. Þess er vænst að foreldrar sæki kirkju með börnum sínum.

Ljósahátíð verður sunnu-daginn 10. desember kl. 20.
Fermingarbörn sjá um ýmsa þætti þeirrar stundar og er því skyldumæting þann dag. Einnig er skyldumæting á æfingu föstu-daginn 8. desember.

Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar 4. mars
Æskulýðsmessa kl. 11. Vænst er þátttöku fermingarbarna.

Söfnun – hjálparstarf
Þriðjudaginn 7. nóvember safna fermingarbörn fé til stuðnings Hjálparstarfi kirkjunnar.

Fræðslukvöld í kirkjunni þinni
Yfir veturinn verða fjögur   fræðslukvöld. Þau eru hluti af fermingarfræðslunni. Á tvö þeirra er einnig vænst þátttöku foreldra. Á kvöldunum verður fjallað um málefni unglinga út frá kristnum gildum. Kvöldin eru sem hér  segir:

Dagsetningarnar eru:

 • 28. september kl. 18.00 -19.30 fædd í janúar til júní og kl. 19.30 – 21.00 fædd í júlí til desember
 • 2. nóvember kl. 18.00 – 19.30 (foreldrar og börn)
 • 25. janúar kl. 18.00 – 19.30 (foreldrar og börn)
 • 1. mars strákar kl. 18.00 – 19.30 og stúlkur kl. 19.30 – 21.00

Foreldrafundir
Til að styðja foreldra í fermingarundirbúningi verður í vetur efnt til fjögurra samvera með foreldr-um. Þessir fundir verða á fimmtudagskvöldum. Fundirnir eru vettvangur til að fara yfir samskipti við unga fólkið, ræða trú, samfélag, siðferði sem og ferminguna sjálfa.

Dagsetningarnar eru:

 • 7. september kl. 18-19 (fundur án barnanna)
 • 2. nóvember kl. 18-19.30 (fundur með börnunum)
 • 25. janúar kl. 18-19.30 (fundur með börnunum)
 • 8. mars kl. 18-19 (fundur án barnanna)

Fermingardagar vorið 2017

 • Laugardagurinn 24. mars (daginn fyrir pálmasunnudag) kl. 11.00 og 13.30
 • Annan í páskum 2. apríl kl. 11
 • Sunnudaginn 8. apríl kl. 13.30

Hámarksfjöldi fermingarbarna í hverri fermingarmessu er 25 börn. Tvær æfingar verða skömmu fyrir fermingu.

Biblíuvers
Fermingarbörnin mega að velja sér Biblíuvers. Hægt er að velja hvaða vers sem er úr Biblíunni. Á heimasíðu kirkjunnar neskirkja.is er hægt að finna fjöldann allan af ritningarversum sem hægt er að nota.

Viðtal
Börnin verða kölluð til viðtals eftir áramót. Fyrirkomulagið verður kynnt síðar.

Kanntu þetta
Í bókinn bls. 86 eru atriði sem börnin þurfa að kunna fyrir   fermingu.

Upplýsingar
Nánari upplýsingar er hægt að nálgast í síma kirkjunnar 511 1560 eða með því að senda fyrirspurnir á netfangið runar@neskirkja.is. Upplýsingar verða settar jafnóðum á facebook síðuna Foreldrar fermingarbarna í Neskirkju 2017-18 – sjá hér!

 

 

Fermingarfræðslan í Neskirkju
Fermingarfræðsla í Neskirkju er góður kostur. Börnin kynnast sögum Biblíunnar sem eru meðal þýðingarmestu þátta í menningu okkar. Fræðslan er vönduð, fjölbreytt og lifandi þar sem fléttað er saman hefðbundinni kennslu, leik og upplifun. Hún snertir á þáttum eins og lífsleikni, mannréttindum, jafnrétti, umhverfisvernd og þróunarhjálp. Stefnumót fermingarbarna við sóknarkirkjuna á að vera ánægjulegt, styrkja þau og veita þeim jákvæða sýn á lífið.

Fermingarveturinn hefst þriðjudaginn 15. ágúst 2017 kl. 20.00 með fundi þar sem foreldrar og börn eru boðin velkomin. Námskeiðið verður svo  kl. 10.00 – 15.00 miðvikudaginn 16. til föstudagsins 18. ágúst og mánudaginn 21., auk messu sunnudaginn 20. ágúst. Kennt verður í litlum hópum, farið í vettvangsferðir, horft á kvikmynd og fleira gert. Börnin fá heitan mat og hressingu. Í september heldur hópurinn í tveggja sólarhringa ferð í Vatnaskóg.Yfir veturinn eru svo reglulegir viðburðir með börnum og foreldrum.

Námskeiðið stendur öllum ungmennum í 8. bekk til boða óháð því hvort þau stefna á að fermast að vori eða ekki. Það hjálpar þeim að taka upplýsta ákvörðun í þeim efnum.

Þau sem ekki komast á sumarnámskeið í ágúst mæta reglulega yfir veturinn í fermingartíma.

Könnun
Í vor báðum við foreldra fermingarbarna að leggja mat á fermingarveturinn. Niðurstöðurnar lýsa mikilli ánægju með starfið í vetur. Samskipti, námsefni og helgihald fengu skínandi einkunn. Til dæmis kváðust 90% svarenda mjög ánægðir með sumarnámskeiðið og 10% voru nokkuð ánægðir. Viðbrögð þessi eru okkur hvatning að gera enn betur. Niðurstöður könnunarinnar eru aðgengilegar á heimasíðu kirkjunnar. Hér má sjá nokkrar tilvitnanir í foreldrana:

„Vel tekið á móti fermingardrengnum, af hlýju og með gleði. Það smitaði inn í allan undirbúning með jákvæðum hætti.“

„Heildstæð fræðsla, nútímaleg og tæpt á öllu því sem skiptir máli fyrir fermingarbarnið og foreldra.“

„Hlýlegt viðmót starfsmanna. Heimilislegt andrúmsloft.“

„Mjög ánægjulegt, fróðlegt og skemmtilegt.“

„Jákvætt og gott vegarnesti fyrir lífið.“

Fermingargjaldið er kr. 26.000,- en innifalið í því er fræðslugjald skv. ákvörðun ráðuneytis, kennslugögn, kyrtlaleiga, matur og drykkur alla námskeiðsdagana, helgarferð í Vatnaskóg og annar kostnaður.

Með bestu kveðjum og ósk um gleðilegt sumar.

Prestar og starfsfólk Neskirkju

Ritningarvers má finna hér!

Kanntu þetta?