Messa í Neskirkju sunnudaginn 3. september kl. 11. Dagur kærleiksþjónustunnar, lagt verður út af óði Páls postula til kærleikans. Upphaf sunnudagskólans að hausti. Félagar úr Kór kirkjunnar syngja undir stjórn Steingríms Þórhallssonar. Prestur er sr. Skúli S. Ólafsson. Barnastarfið byrjar inn í kirkju en fer síðan inn í safnaðarheimili þar sem sögur verða sagða, sungið og farið í leiki. Umsjón Kristrún Guðmundsdóttir og Ari Agnarsson. Kaffi og meðlæti á Torginu að messu lokinni.