Alla sunnudaga kl. 11.00
september til maí.

Umsjón með sunnudagaskólanum hafa Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur, Stefanía Steinsdóttir guðfræðinemi, Katrín Helga Ágústsdóttir og Guðrún Þorgrímsdóttir. Ari Agnarsson tónlistarmaður leikur undir.

Metnaðarfullt sunnudagaskólastarf dregur fjölskyldur til kirkjunnar og er vettvangur fyrir dýrmætar samverustundir með ástvinum sínum í kirkjunni. Í sunnudagaskólanum er lögð áhersla á samfellu og stöðugleika í starfinu en enginn sunnudagur fellur úr að vetri. Rebbi refur og Vaka skjaldbaka verða tíðir gestir í sunnudagaskólanum í vetur.

Allir velkomnir.