Barnastarf

Barnastarf 2017-08-28T11:53:08+00:00

Í Neskirkju verður boðið upp á spennandi og skemmtilegt starf fyrir 6 – 7 ára börn alla mánudaga og fyrir 8 – 9 ára og 10 – 12 ára börn alla þriðjudaga í vetur eftir skóla. Fyrstu samverurnar verða 11. og 12. september. Barnastarfið er ókeypis.
Þrjú grunnatriði eru höfð að leiðarljósi. Í fyrsta lagi að þau börn sem sækja kirkjuna líði vel í starfinu. Í öðru lagi er lögð áhersla á helgi, bæn og kyrrð í öllu kirkjustarfi. Loks er það mikilvægt að starfið sé fjölbreytt og notum við fjölbreytta miðla við fræðsluna, svo sem föndur, ljósmyndir, teiknimyndir, stuttmyndagerð ofl.

6-7 ára

Kirkjustarf fyrir 6 – 7 ára börn verður alla mánudaga kl. 13.40 og hefst þann 11. september. Börnin eru sótt í skólann og kl. 14.45 er honum fylgt í Selið. Umsjón hefur sr. Ása Laufey Sæmundsdóttir, æskulýðsfulltrúi. Skráning fer fram hér.

8-9 ára

Samverurnar eru kl. 13.40 og hefjast á hressingu. Þessi hópur er sóttur í skólann og kl. 14.45 er honum fylgt í Selið og Frostheima að lokinni samveru. Starfið er í umsjón sr. Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttur, æskulýðsfulltrúa. Skráning fer fram hér.

10-12 ára

Starfið hefst kl. 15.00 og lýkur 16.00. Gert er ráð fyrir að þau komi sjálf á staðinn.

Starfið er í umsjón sr. Ásu Laufeyjar Sæmundsdóttur.

Skráning fer fram hér.