Æskulýðsfélagið NeDó

//Æskulýðsfélagið NeDó
Æskulýðsfélagið NeDó 2018-01-21T13:07:17+00:00

Æskulýðsstarf Neskirkju.

Æskulýðsfélagið NeDó er með fundi á þriðjudagskvöldum kl. 19.30-21.30.

Umsjón með æskulýðsfélaginu hafa Katrín Helga Ágústsdóttir og Daníel Ágúst Gautason.  Starfið er opið öllum ungmennum í 8. – 10. bekk. Dagskrá NeDó er fjölbreytt og skemmtileg eins og sjá má hér til hliðar. Við hvetjum alla unglinga sem hafa áhuga á að prófa NeDó að hika ekki við að láta sjá sig.
Ef einhverjar spurningar vakna er hægt að hafa samband með því að senda tölvupóst á nedoleidtogar@gmail.com

NeDó fer á tvö æskulýðsmót á hverjum vetri.
Það fyrra er Landsmót ÆSKÞ sem haldið er í október ár hvert og eru þáttakendur í 8. bekk og upp í 1. ár í framhaldsskóla. Mótið er haldið á mismunandi stöðum um allt land þar sem þáttakendur eru frá öllum landshlutum og einnig kemur hópur frá Noregi.
Seinna mótið er Febrúarmót ÆSKR og er það haldið í Vatnaskógi í hverjum febrúar. Þáttakendur eru í 8. – 10. bekk á höfuðborgarsvæðinu.

Árið 2011 fóru krakkar úr NeDó ásamt öðrum unglingum til Þýskalands og hér er ferðasagan. En einnig fór NeDó á mót KFUM/K í Prag árið 2013.

NeDó er mikið í stuttmyndagerðum og eru vanalega gerðar allavega 2-3 stuttmyndir á hverjum vetri og má sjá stuttmyndirnar hér.