Skammdegisbirta sunnudaginn 1. október kl. 18.00. Steindór J. Erlingsson vísindasagnfræðingur segir á einlægan hátt í samnefndri bók sögu áratugalangrar baráttu sinnar við þunglyndi og kviða. Hann kemur víða við í frásögn sinni, vísar í bókmenntir, heimspeki, tónlist, að ógleymdum samskiptum sínum við heilbrigðisyfirvöld og baráttu við fordóma. Steindór tekst að sama skapi á við trúarhugmyndir og í bókinni lýsir hann samskiptum sínum við Predikarann í Gamla testamentinu sem verður að persónu í lífi hans. Þá ræðir Skúli S. Ólafsson prestur í Neskirkju um upplifun sína af bókinni. Á undan leikur og kynnir Steingrímur Þórhallsson organisti tónlist sem hæfir umfjöllunarefninu. Boðið er upp á veitingar og vínlögg ef fólk kýs gegn frjálsum framlögum.