Tveir kórar verða starfræktir í vetur, yngri og eldri barnakór. Æfingarnar verða á þriðjudögum.

Yngri kórinn, 2. – 4. bekkur, kemur strax eftir skóla, eða kl. 13.40 (börn í Melaskóla eru sótt þangað og fá fylgd í Selið eftir kóræfingar).
Eldri kórinn, 5. bekkur og eldri, kemur kl. 15 (gert er ráð fyrir að börnin komi sjálf á æfingu).

Öll börn eru velkomin í kórinn þar sem mörg skemmtileg og spennandi verkefni eru framundan. Starfið hefst 10. september.

Þáttaka er ókeypis en nauðsynlegt er að skrá barnið.

Skráning fyrir yngri kór er hér

Skráning fyrir eldri kór er hér.

Um kórstjórann: 

Erla Rut Káradóttir lærði á píanó í Tónskóla Sigursveins D. Kristinssonar og síðar Tónlistarskólanum í Reykjavík. Hún hóf síðar nám við Tónskóla Þjóðkirkjunnar og lauk þaðan kirkjuorganistaprófi árið 2015 og er nú í vetur að ljúka námi í kirkjutónlist frá Listaháskóla Íslands. Hún hefur sungið í kórum frá unga aldri og starfar nú sem organisti og kórstjóri. Erla kemur því með fjölþætta reynslu í starfið í vetur og er hún góður liðsauki við starfið hér í Neskirkju.