Foreldramorgnar
Hvað er það besta sem foreldrar ungra barna geta gert á miðvikudagsmorgnum? Að taka þátt í foreldramorgnum í Neskirkju frá kl. 10 til 12. Fyrsta samveran á nýju ári verður 17. janúar. Foreldrum gefst tækifæri til að koma saman með börn sín, spjalla saman og njóta fræðslu. […]
Raddir til lífs
Við erum ekki elskuð af því við erum góð, heldur verðum við góð af því Guð elskar okkur. Veröldin er Guðsraddakór. Guð kallar hið innra, í líkama okkar, heima og í vinnunni. Prédikun Sigurðar Árna 14. janúar er hér.
Sakkeus, Gídeon og Samúel
Þeir koma við sögu í lestrum og íhugun messunnar 14. janúar, sem hefst kl. 11. Allir aldurshópar hefja messugerðina saman, en eftir lestra fer unga fólkið í safnaðarheimili og nýtur helgihalds við hæfi. […]
Myndir af jólaskemmtunum barnanna.
Nýjar myndir frá jóla-barnastarfi Neskirkju komnar á myndasíðu barnastarfsins. […]
Karlar með Jesú í feðraorlof
Ef pabbarnir hafa næði til heimaveru geta þeir betur sinnt trúaruppeldi. Verndum feðurna, þá eflum við heimilislíf, blessum börnin og Jesús gleðst með fangið fullt af glöðu fólki. Prédikun Sigurðar Árna er undir þessari smellu.
Leyfið börnunum
Leyfið börnunum að koma til mín segir Jesús í guðspjalli næsta sunnudags. Hvaða hlutverk hafa pabbar og karlar í uppeldi og trúarþroska? Messan hefst kl. 11. Allir aldurhópar, karlar og konur, börn og aldraðir, hefja messugerðina saman. […]
Barnastarf Neskirkju að hefjast
Barnastarf Neskirkju hefst með sunnudagaskóla þann 7. janúar og kemst síðan á fullt skrið í næstu viku. […]
Stuttmynd Nedó, ,,Morð í vesturbænum“ er komin í dreifingu.
Stuttmyndin er hálftíma löng og var frumsýnd þriðjudaginn 19. desember í bíókjallara Neskirkju. Hugmyndasmíð og vinnsla var algjörlega í höndum Nedó unglinganna en sagan fjallar um vofveigleg morð sem framin eru í Neskirkju. […]
HMJG?
Hver mundi afstaða Krists vera til stríðsins í Írak, aföku Saddams, til homma og lesbía, til kvótamálsins, málefna eldri borgara, tekjuskiptingar í þjóðfélaginu, . . . . Hvað mundi Jesús gera?Úr prédikun Arnar Bárðar á nýársdag:
Gleiðligt nýtt ár í Jesú nafni!
NýársdagurHátíðarmessa kl. 14. Séra Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Kór Neskirkju syngur. Einsöngvari Hrólfur Sæmundsson.