Hvað er það besta sem foreldrar ungra barna geta gert á miðvikudagsmorgnum? Að taka þátt í foreldramorgnum í Neskirkju frá kl. 10 til 12. Fyrsta samveran á nýju ári verður 17. janúar. Foreldrum gefst tækifæri til að koma saman með börn sín, spjalla saman og njóta fræðslu.

Hvað er það besta sem foreldrar ungra barna geta gert á miðvikudagsmorgnum? Að taka þátt í foreldramorgnum í Neskirkju á miðvikudögum kl. 10 til 12. Fyrsta samveran á nýju ári verður 17. janúar. Á foreldramorgnum gefst foreldrum tækifæri til að koma saman með ung börn sín og spjalla saman og fá ýmiskonar fræðslu um umönnun barna. Stjórnandi foreldramorgnanna er Elínborg Lárusdóttir og tengill sóknarnefndar er Hanna Johannessen. Allir foreldrar velkomnir.