Nýjar myndir frá jóla-barnastarfi Neskirkju komnar á myndasíðu barnastarfsins.

Nýjar myndir frá jóla-barnastarfi Neskirkju komnar á myndasíðu barnastarfsins.

Á aðfangadag var haldin helgistund fyrir óþreyjufull börn kl 16 og þar var jólaguðspjallið sett á svið með leikurum og búningum. Rebbi refur játaði fyrir Guðmundi engli að hafa laumast í pakkana undir trénu og barnakór Neskirkju söng englasöng undir stjórn Steingríms organista. Sjá myndir hér.

Á annan í jólum var haldin jólatréskemmtun þar sem börnin fengu piparkökur og góðgæti og gengið var í kringum jólatréð. Þeir bræður Gluggagægjir og Giljagaur komu í heimsókn og skemmtu börnunum auk þess að gefa þeim veglega bókagjöf. Sjá myndir hér.