Stuttmyndin er hálftíma löng og var frumsýnd þriðjudaginn 19. desember í bíókjallara Neskirkju. Hugmyndasmíð og vinnsla var algjörlega í höndum Nedó unglinganna en sagan fjallar um vofveigleg morð sem framin eru í Neskirkju.

Stuttmynd Nedó, ,,Morð í vesturbænum“ er komin í dreifingu.

Stuttmyndin er hálftíma löng og var frumsýnd þriðjudaginn 19. desember í bíókjallara Neskirkju. Hugmyndasmíð og vinnsla var algjörlega í höndum Nedó unglinganna en sagan fjallar um vofveigleg morð sem framin eru í Neskirkju.

Myndataka var í höndum sr. Þorvaldar Víðissonar og leikstjórn í höndum Magneu Einarsdóttur en öll mynd og hljóðvinnsla var unnin af Sigurvini Jónssyni.

Myndina er hægt að skoða í minni gæðum (ca 50mb) á myndasíðunni minni en von bráðar verður hún aðgengileg í fullum gæðum.

Við leiðtogarnir eru sannarlega stollt af ungmennunum okkar.