Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Foreldramorgnar

Miðvikudaginn 31. janúar mun Sigurvin Jónsson, starfsmaður Neskirkju kynna barnastarf kirkjunnar. Foreldramorgnar eru alla miðvikudaga kl. 10 til 12. Sjá nánar dagskrá hér!

By |29. janúar 2007 12:58|

Alfa II – Líf á nýjum nótum

Opinn kynningarfundur verður þriðjudaginn 6. febrúar kl. 20. Námskeiðið hefst síðan viku síðar eða 13. febrúar og verður alla þriðjudaga til og með 27. mars. […]

By |29. janúar 2007 12:10|

Og þú ert … ?“

Hvað gerist þegar barn sem aldrei hefur samband við föður sinn í öðrum tilgangi en að sníkja eitthvað hefur samband? … Segir … faðirinn: „Gaman að heyra í þér? Hvað segirðu gott?“ Er ekki líklegra að viðbrögðin verði frekar smám saman: „Hvað vantar þig núna?“ Prédikun Davíðs Þórs 28. janúar. [...]

By |29. janúar 2007 09:24|

Davíð Þór prédikar

Prédikari í Neskirkju sunnudaginn 28. janúar er kunnur af ýmsum og sundurleitum hlutverkum. En það verður þó ekki Radíusbróðirinn, uppistandarinn, þýðandinn eða ljóðskáldið, sem stígur í stólinn, heldur kirkjumaðurinn, Davíð Þór Jónsson. […]

By |25. janúar 2007 00:00|

Ferming og foreldrar

Hvernig líður krökkunum í hverfinu og hvernig er hægt að styðja þau? Foreldrar fermingarbarna Neskirkju 2007 koma til fundar fimmtudaginn 25. janúar kl. 18 til að ræða um börnin sín, breytingar, ógnir og tækifæri unglingsára. Foreldrar og kirkja starfa saman. […]

By |24. janúar 2007 17:26|

Kórastuð í Neskirkju

Kór eldri borgara kemur í heimsókn í dag. Við kirkjuna starfar Litli kórinn, fjörmikill kór þeirra, sem komin eru á eldri ár. Kórarnir tveir halda hátíð, syngja og njóta samveru. […]

By |24. janúar 2007 11:33|

Bænaiðjan er gjöful

Alla miðvikudaga ársins eru fyrirbænamessur í Neskirkju. Allir eru velkomnir. Beðið er fyrir sjúkum og öllum þeim sem óska fyrirbænar. Hægt er að koma fyrirbænarefnum með því að hringja í starfsfólk Neskirkju. […]

By |23. janúar 2007 16:29|

Trú eða óregla

Samræmist það trú að misnota skjólstæðinga í meðferð og að einstaklingar noti fé, sem á að fara til líknar, í eigin rekstur? Nei. Að hafa hátt um trú tryggir ekki siðsemi, fjármála- eða meðferðar-vit. Prédikun Sigurðar Árna 21. janúar er hér.

By |21. janúar 2007 16:09|

Hvað er trú?

Hvers eðlis er trú? Þetta mikilvæga en margræða efni er til skoðunar næsta sunnudag. Messan hefst kl. 11. Allir aldurshópar hefja messugerðina saman, en eftir lestra fer unga fólkið í safnaðarheimilið. […]

By |18. janúar 2007 23:59|

Fyrirbæn og messa

Alla miðvikudaga ársins eru fyrirbænamessur í Neskirkju. Beðið er fyrir sjúkum og öllum þeim sem óska fyrirbænar. Bænaiðja er einhver gjöfulasta iðja manna. Ef þú þarfnast fyrirbænar, hafðu samband. Ef þú vilt biðja með öðrum ertu velkomin(n) í Neskirkju. […]

By |16. janúar 2007 17:13|