Hvernig líður krökkunum í hverfinu og hvernig er hægt að styðja þau? Foreldrar fermingarbarna Neskirkju 2007 koma til fundar fimmtudaginn 25. janúar kl. 18 til að ræða um börnin sín, breytingar, ógnir og tækifæri unglingsára. Foreldrar og kirkja starfa saman.

Hvernig líður krökkunum í hverfinu og hvernig er hægt að styðja þau? Foreldrar fermingarbarna Neskirkju 2007 koma til fundar fimmtudaginn 25. janúar kl. 18 til að ræða um börnin sín.

Fundarstaður er safnaðarheimili Neskirkju og gengið inn Hagaborgarmegin.

Efni fundarins

Öll fermingarbörn eru á leið inn tíma tilrauna og breytinga unglingsáranna. Margir foreldrar og aðstandendur kvíða þessum tíma. Upplýsingar um raunverulega stöðu unglinganna slá á kvíðann og hjálpa við uppeldið.

Líðan unglinganna í Vesturbæ árið 2006 hefur verið skoðuð og hagir þeirra líka. Á fundinn koma Bryndís Guðmundsdóttir, kennslurráðgjafi í Vesturgarði, og Álfgeir Logi Kristjánsson frá Rannsóknum og greiningu. Niðurstöður rannsóknar á unglingunum verða kynntar. Til undirbúnings er hægt að nálgast skýrsluna Krakkarnir í hverfinu á vef Rannsókna og greiningar www.rannsoknir.is

Í lokin mun sr. Sigurður Árni Þórðarson stýra kyrrðarstund í kirkjunni.

Fundur

Þriðji og síðasti foreldrafundurinn verður svo 1. mars. Þá verður farið í hagnýtu málin varðandi fyrirkomulag fermingarathafnar. Upplýsingar um fermingarstarfið sérstaklega á slóðinni http://www.neskirkja.is/?safnadarstarf/fermingar