Foreldramorgnar
Fimmtudaginn 11. október mun Ingibjörg Leifsdóttir, hjúkrunarfræðingur á Landsspítalanum fjallar um svefnvenjur barna. Foreldramorgnar eru á fimmtudögum kl. 10.
Brynjólf biskup Sveinsson
Í Opnu húsi miðvikudaginn 10. október mun Steinunn Jóhannesdóttir, rithöfundur og fræðimaður, spjalla um Brynjólf biskup Sveinsson og drög hans að sjálfsævisögu. Opna húsið byrjar kl. 15. með kaffiveitingum á Torginu. Umsjón með starfinu hefur Hjörtur Pálsson.
Biskupsmessa 7. okt. kl. 11
Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, vísiterar Nesprestakall um þessar mundir og lýkur sinni heimsókn með messu á sunnudaginn þar sem hann prédikar og útdeilir sakramenti, færir börnum sérstaka gjöf og blessar söfnuð og safnaðarstarf. […]
Biskup vitjar Nessafnaðar
Á haustdögum vísiterar Karl Sigurbjörnsson vesturhluta Reykjavíkur, í októberbyrjun Nessöfnuð og í vetur allt Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Til hvers biskupsvísitasía og hvað er gert? […]
Opið hús fyrir eldri borgara hefst 3. okt. kl. 15!
Starf fyrir eldri borgara hefst miðvikudaginn 3. október. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vísiterar Nessöfnuð í byrjun október og kemur í heimsókn í fyrsta Opna hús þetta haust. Hjörtur Pálsson, skáld, mun sjá um efni fundarins ásamt með Neskirkjuprestum. Hjörtur mun stýra dagskrá Opnu húsunna í vetur. Hann er þjóðkunnur fyrir [...]
Áttu vini eða bara kunningja?
Því stundum verður mönnum á. Styrka hönd þeir þurfa þá, þegar lífið, allt í einu - sýnist einskisvert. Gott er að geta talað við - einhvern sem að skilur þig. Traustur vinur - getur gert kraftaverk. Prédikun sr. Sigurðar Árna frá 30. september er hér.
Messa 30. sept. kl. 11
Hefurðu komið nýlega í messu í Neskirkju? Þar kemur saman stór hópur fólks hvern sunnudag. Barnastarfið er á sama tíma og hentar börnum á öllum aldri, líka fullorðnum börnum! Söngur og gleði einkenna messurnar í Neskirkju. […]
Sigurbjörn á kyrrðardegi í Neskirkju
Hvað er kyrrðardagur? Viltu komast í hvarf í nokkra klukkutíma, íhuga hin dýpri rök, hvílast og hressast bæði líkamlega og andlega. Fyrsti kyrrðardagur Neskirkju í haust verður 29. september og þá mun dr. Sigurbjörn Einarsson, biskup, sjá um íhuganir og fjalla um bæn og bænalíf. […]
Foreldramorgnar
Fimmtudaginn 27. september mun hjúkrunarfræðingur frá Heilsugæslustöðinni á Seltjarnarnesi koma í heimsókn og fjalla um efnið Svefn og svefnvenjur ungbarna. Kaffi á könnunni. Foreldramorgnar eru alla fimmtudaga kl. 10 - 12.
Reynir Jónasson á afmæli
Hann á afmæli hann Reynir já hann er 75 ára í dag. Í þrjá áratugi var hann organisti Neskirkju. Til hátíðabrigða heldur Reynir harmoníkutónleika í kirkjunni kl 18. Allir velkomnir! […]