Á haustdögum vísiterar Karl Sigurbjörnsson vesturhluta Reykjavíkur, í októberbyrjun Nessöfnuð og í vetur allt Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Til hvers biskupsvísitasía og hvað er gert?

Á haustdögum vísiterar Karl Sigurbjörnsson vesturhluta Reykjavíkur, í októberbyrjun Nessöfnuð og í vetur allt Reykjavíkurprófastsdæmi vestra. Til hvers biskupsvísitasía og hvað er gert?

Nafnið biskup er komið af gríska heitinu episkopos, sem þýðir tilsjónarmaður. Biskup er eins og yfirmaður hverrar annarrar hreyfingar, beitir sér fyrir starfseflingu og lítur eftir að starf í öllum greinum kirkjulífsins sé gott. Biskup hvetur og gagnrýnir, fer yfir starfshætti, helgihald, líknarþjónustu og ræðir um breytingar. Biskup hlustar eftir gleðiefnum og bendir á það sem betur mætti fara, tekur út kirkjustarf og framkvæmd þess,.

Biskup fundar með starfsfólki safnaða, nefndum og ráðum, tekur þátt í þeim hlutum kirkjustarfsins, sem eru á döfinni þá daga sem heimsókn stendur yfir. Neskirkjufólk þakkar fyrir góða og gjöfula fundi.

Sunnudaginn 7. október verður biskupsmessa í Neskirkju kl. 11. Biskup prédikar og prestar Neskirkju þjóna fyrir altari og sóknarnefndarmenn aðstoða við messuhaldið. Allir eru velkomnir.

Er vísitasía til gagns? Já og það gagn kemur fram í bættu kirkjustarfi og enn virkari og öflugri þjónustu Neskirkju í þágu lífs og fólks.