Starf fyrir eldri borgara hefst miðvikudaginn 3. október. Biskup Íslands, Karl Sigurbjörnsson, vísiterar Nessöfnuð í byrjun október og kemur í heimsókn í fyrsta Opna hús þetta haust. Hjörtur Pálsson, skáld, mun sjá um efni fundarins ásamt með Neskirkjuprestum. Hjörtur mun stýra dagskrá Opnu húsunna í vetur. Hann er þjóðkunnur fyrir skáldskap og útvarpsstörf, var forstjóri Norræna hússins í Færeyjum um tíma og lýkur guðfræðiprófi á næstu vikum. Allir eru velkomnir á Opið hús í Neskirkju, sem hefst kl. 15 með kaffiveitingum.