Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Tvö kerti á kransi

Á öðrum sunnudegi í aðventu kveikja börnin á tveimur kertum á aðventukransinum. Messuhópur þjónar í athöfninni sem hefst kl. 11. Organisti er Steingrímur Þórhallsson. Félagar úr Kór Neskirkju stýra söng. Kór Orkuveitunnar syngur í athöfninni. Sr. Sigurður Árni Þórðarson prédikar og þjónar fyrir altari. Matarhópur sér um hádegisverð eftir messu. [...]

By |8. desember 2007 13:12|

Stórtónleikar á afmælisári

Lokatónleikar hátíðarinnar „Tónað inn í aðventu“ verða fimmtudagskvöldið 6. desember klukkan 20:00 en þar mun Kór Neskirkju ásamt fjórum einsöngvurum og hljómsveit frumflytja á Íslandi óratoríuna „L’Allegro, il Penseroso ed il Moderato“ eftir meistara G. F. Händel Óratóríuna samdi hann einu ári áður en meistaraverkið „Messías“. Miðaverð 2.500 kr. við [...]

By |6. desember 2007 12:56|

Ekkert gjald – bara nánd

Ekkert gjald meðan beðið er hjá símanum og ekki heldur í kirkjunni! Kirkjan er ekki aðeins opin á sunnudögum heldur líka hvunndags. Fyrirbænamessa er í Neskirkju í hádeginu á miðvikudögum, kl. 12,15. Þú og fyrirbænaefni þín eru velkomin. […]

By |4. desember 2007 20:34|

Höldum hátíð!

Fjölskyldumessa í Neskirkju 2. des. kl. 11 sem er 1. sunnudagur í aðventu og nýársdagur kirkjunnar. Höldum því hátíð! Barnakórar syngja, ungt fólk kynnir vatnsverkefni Hjálparstarfs kirkjunnar, messuhópur aðstoðar við bænagjörð og útdeilingu sakramentis. Sr. Örn Bárður prédikar og þjónar fyrir altari. Börnin verða með í messunni allan tímann og [...]

By |30. nóvember 2007 11:57|

Org

Sunnudagur 2. desember kl. 17:00 verður Steingrímur Þórhallsson organisti við Neskirkju með sína árlegu orgeltónleika undir yfirskriftinni "Org" en þar mun hið mikla hljóðfæri Neskirkju fá að njóta sín með tónlist Bach, Buxtehude og Jóns Þórarinssonar. Auk þess verður flutt jólaorgeltónlist. Miðaverð 1.000 kr.

By |30. nóvember 2007 11:17|

Subbuleg vinátta æskulýðsfélaga

NeDó, unglingastarf Neskirkju og Dómkirkju, leggur mikið uppúr vináttu við önnur æskulýðsfélög og nánust er vinátta okkar við MeMe, æskulýðsfélag Digraneskirkju. MeMe kom í heimsókn nú í Nóvember og þáði veglegan subbufund í salarkynnum NeDó-inga. Eins og sést á myndunum var rosa stuð og þrifin stóðu fram á nótt. Takk [...]

By |29. nóvember 2007 22:30|

Vín og ljúfir tónar

Föstudagur 30. nóvember kl. 20 mun barrokkhópurinn Rinascente ver með tónleika undir yfirskriftinni "Vín og ljúfir tónar" í safnaðarheimili kirkjunnar. Þar verður flutt tónlist eftir Bach, Muffat og tvær einsöngskantötur eftir G. F. Händel. Kantöturnar samdi Händel á Ítalíuárum sínum og til þess að skapa rétta stemningu verður "Vín og [...]

By |29. nóvember 2007 00:00|

Opið hús

Í Opnu húsi n.k. miðvikudag, 28. nóvembar, mun Ari Trausti Guðmundsson náttúrufræðingur, ferðamaður og rithöfundur fræða um stjörnuhimininn. Kaffiveitingar á Torginu. Opið hús er alla miðvikudaga kl. 15.

By |27. nóvember 2007 10:24|

Byltingin staðfest – messuhópar að störfum

Kirkja er fjölskylda og allir hafa hlutverk. Merk nýung varð í sögu Nessafnaðar í messunni 25. nóvember. Fyrsti messuhópurinn þjónaði við messuna. Byltingin í messuhaldi varð fyrir löngu í Neskirkju varðandi þátttöku leikmanna. Nú er hún staðfest með formlegum þjónustuhópum. […]

By |26. nóvember 2007 00:00|

Krísa á dómsdegi

Við lifum í skurðpunkti tíma og eilífðar og dómsdagur er núna! Að vera í krísu hjá Kristi er, að mega fara “yfir um” - til lífsins. Prédikun sr. Sigurðar Árna á síðasta sunnudegi kirkjuársins, 25. nóvember 2007, er á bak við þessa smellu.

By |26. nóvember 2007 00:00|