Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Bull, ergelsi og pirra?

Sagan um vitringana er ekki goðsaga heldur helgisaga, sem er ætlað að efla lífsgæði fólks. Í þeim anda ættum við að lesa söguna um vitringana. Helgisögur á ekki að taka bókstaflega heldur alvarlega sagði sr. Sigurður Árni Þórðarson í stólræðu þrettándadags.

By |6. janúar 2008 14:32|

Töfraraunsæi á þrettándanum

Þrettándinn – 6. janúar – er lokadagur jóla. Guðspjallstextinn er um vitringana, sem vitjuðu Jesúbarnsins, og er ekki goðsaga. En hvað merkja þeir og hvað tákna gjafir þeirra? Í prédikun næsta sunnudags verður rætt um töfra, raunsæi og hlutverk helgisagna. Prestur er Sigurður Árni Þórðarson og organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Messa [...]

By |4. janúar 2008 09:59|

Eldsókn

Ása missti hönd en Signý nef. Helga fékk bæði eld og prins í sinni eldgöngu. Sr. Sigurður Árni Þórðarson fléttaði þjóðsögu um systur í “þjóðsöngsvisku” í hugleiðingu á fyrsta degi ársins 2008, sjá hér.

By |1. janúar 2008 21:40|

Áramótin í Neskirkju

31. desember - GamlársdagurAftansöngur kl. 18.00Trompetleikur Hringur Gretarsson. Einleikur á flautu Pamela De Sensi. Kór Neskirkju syngur. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari. Sungið verður hátíðartón sr. Bjarna Þorsteinssonar. Prédikun dagsins er hægt að nálgast hér.1. janúar - NýársdagurHátíðarmessa kl. 14.00Kór Neskirkju syngur. Einsöngur [...]

By |28. desember 2007 08:36|

Lífið er draumur

Jósef var tengdur sínum innri manni. Hann þorði að hlusta á drauma sína og breyta um skoðun. Að hlusta á drauma er okkur nauðsyn og veröldinni lífsnauðsyn. Hugleiðing sr. Sigurðar Árna Þórðarsonar 24. desember er hægt að nálgast hér.

By |24. desember 2007 00:00|

Ljósamessa kl. 11

Hin árlega Ljósamessa sem fermingarbörn annast að hluta til verður sunnudaginn 16. des. kl. 11. Fermingarbörn lesa spádóma um komu Krists og tendra ljós um alla kirkju og breiða ljósfaðm um fjölskyldu og söfnuð. Fátt er betra til undirbúnings jóla en Ljósamessa á aðventu! Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar. Kertasala [...]

By |15. desember 2007 11:53|

Aftenging skóla og jóla?

Pistill eftir sr. Örn Bárð sem birtist í Vesturbæjarblaðinu 14. des. 2007 er á vefnum og mikið lesinn. Hann fjallar um kristinn trúararf og verðveislu hans. Þú finnur pistilinn hér.

By |15. desember 2007 00:15|

Opið hús

Í stað þess að koma saman í Neskirkju eins og venja er á miðvikudögum hittast gestir Opins húss í kaffistofu Þjóðminjasafnsins kl. 15 n.k. miðvikudag, 12. desember, og hlýða síðan á Pétur Pétursson prófessor fjalla um Völuspá og býsanskar dómsdagsmyndir og mikilvægi þeirra fyrir kristniboð um árið 1000. Um þær [...]

By |10. desember 2007 21:43|