Þrettándinn – 6. janúar – er lokadagur jóla. Guðspjallstextinn er um vitringana, sem vitjuðu Jesúbarnsins, og er ekki goðsaga. En hvað merkja þeir og hvað tákna gjafir þeirra? Í prédikun næsta sunnudags verður rætt um töfra, raunsæi og hlutverk helgisagna. Prestur er Sigurður Árni Þórðarson og organisti Sigrún Steingrímsdóttir. Messa og barnastarf hefjast kl. 11.

Þrettándinn er lokadagur jóla, birtingarhátíð Jesú Krists. Í flestum stóru kirkjudeildum heimsins er í prédikunum þessa dags rætt um vitringana sem vitjuðu Jesúbarnsins. Hvað merkja þessir gjafmildu höfðingjar og hvað tákna gjafir þeirra? Í prédikun í Neskirkju verður rætt um töfra, raunsæi og hlutverk helgisagna. Prestur er Sigurður Árni Þórðarson, organisti Sigrún Steingrímsdóttir, sem stýrir kór Neskirkju. Messuhópur þjónar og matarhópur sér um hádegisveitingar. Börnin byrja sitt starf í kirkjunni með fullorðna fólkinu en fara síðan til eigin helgihalds í safnaðarheimilinu. Stjórnandi Sigurvin Jónsson og Björg Jónsdóttir. Flestir starfsþættir kirkjustarfsins eru hafnir eða hefjast í komandi viku. Messan byrjar kl. 11 og allir eru velkomnir og einnig í súpuna, kaffi og spjall á Torginu eftir messu.