Í stað þess að koma saman í Neskirkju eins og venja er á miðvikudögum hittast gestir Opins húss í kaffistofu Þjóðminjasafnsins kl. 15 n.k. miðvikudag, 12. desember, og hlýða síðan á Pétur Pétursson prófessor fjalla um Völuspá og býsanskar dómsdagsmyndir og mikilvægi þeirra fyrir kristniboð um árið 1000. Um þær mundir er talið að Völuspá hafi orðið til, en sýning á dómsdagsmyndinni á Bjarnastaðahlíðarfjölunum stendur nú yfir í Bogasalnum.