Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Hvíldardagurinn — dagur átaka og þroska

… mörg markmið eru með þeim hætti að þau nást ekki með því að ganga beinustu leið, því beinasta leið liggur gjarnan beina leið til sjálfskaparvítis.Prédikun sr. Guðbjargar Jóhannesdóttur sunnudaginn 8. febrúar er hægt að nálgast hér!

By |9. febrúar 2009 15:15|

Sólheimabros á Sólheimanámskeiði

Níu leiðtogar frá Neskirkju sóttu Sólheimanámskeið nú um helgina en námskeiðið er samstarfsverkefni fimm aðila sem starfa að æskulýðsmálum í Þjóðkirkjunni. Margt var í boði en leiðtogarnir sóttu námskeið hjá sr. Gunnari Jóhannessyni sem bar heitið Er fáránlegt að trúa á Guð? og námskeið um leiki og leiklist sem Gunnar [...]

By |9. febrúar 2009 09:33|

Messa og barnastarf 8. febrúar

Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Þriðja boðorðið til skoðunar: Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Messuþjóna. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði. Umsjón María, [...]

By |6. febrúar 2009 14:03|

Leiðtogar ÆSKR á NeDó kvöldi

Fimmtudaginn 30. janúar komu saman í Neskirkju leiðtogar á framhaldsskólaaldri úr sex kirkjum. Flest hafa þau hlotið leiðtogaþjálfun í Þjóðkirkjunni og eru tengd starfi kirkjunnar í sínum söfnuðum. ÆSKR og NeDó tóku höndum saman og buðu til pizzaveislu fyrir þessa ,,eldri borgara" í æskulýðsstarfi sem réttilega má kalla framtíð kirkjunnar. [...]

By |4. febrúar 2009 22:25|

Hégómi

Kannski Jesúsar þú þig aldrei en brýtur samt annað boðorðið meðvitundarlaust og forhert? Þegar menn smækka Guð til að passa skilgreiningum í eigin þágu eða uppáhaldsfordómum er nafn Guðs dregið í svaðið. Prédikun sr. Sigurðar Árna 1. febrúar út af öðru boðorðinu er að baki smellunni.

By |3. febrúar 2009 15:24|

Opið hús 4. febrúar

Fyrsta Opna húsið eftir áramót verður miðvikudaginn 4. febrúar. Í upphafi verður boðið upp á kaffi og með því kl. 15 á Torginu. Gestur dagsins er sr. Bernharður Guðmundsson fyrrverandi rektor í Skálholti. Og mun hann halda erindi sem hann kallar Gjöf þess að eldast. Hann hefur verið í þjónustu [...]

By |3. febrúar 2009 09:50|

…við hégóma

Boðorðamessa og barnstarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiðir safnaðarsöng. Organisti Steingrímur, Sigurður Árni prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Toshiki. Annað boðorðið til skoðunar: Þú skalt ekki leggja leggja nafn Drottins, Guðs þíns, við hégóma. Messuþjónar. Í barnastarfinu söngur, sögur, brúður og leikir. Umsjón Sigurvin, María, Andrea og [...]

By |29. janúar 2009 22:13|

Hádegisbænir alla miðvikudaga

Messað er í Neskirkju hvern miðvikudag ársins. Messan hefst kl. 12,15 með víxlestri úr ritningunni og íhugun. Að fyrirbænum loknum er boðið til veislu himinsins! Fyrirbænarefni má senda til prestanna sem og starfsmanna kirkjunnar eða koma þeim á framfæri við upphaf messu. Allir velkomnir.

By |27. janúar 2009 00:00|

Mannasiðir – fyrsta orðið

Neskirkjuprestarnir munu fjalla um boðorðin í sunnudagsmessum næstu vikur. Sr. Sigurður Árni flutti fyrstu íhugunina 25. janúar. Í prédikun hans segir meðal annars: "Boðorðin eru ljómandi grundvöllur fyrir mannasiði og boðskort til réttláts þjóðfélags." Ræðan er að baki þessari smellu.

By |25. janúar 2009 19:22|

Mannasiðir á góðum grunni

Boðorðamessa 25. janúar, fyrsta boðorðið til skoðunar. Steingrímur Þórhallsson stjórnar söng safnaðar. Félagar í kór Neskirkju syngja. Sr. Sigurður Árni prédikar. Messuþjónar, Droplaug, Ingibjörg, Magnús, Sesselja og Rúnar. Umsjón með barnastarfi hafa Sigurvin, María, Andrea, Emilía og Ari. Messan og barnastarf hefjast kl. 11. Súpa, kaffi og spjall eftir messu.

By |23. janúar 2009 18:36|