Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Þriðja boðorðið til skoðunar: Minnstu þess að halda hvíldardaginn heilagan. Messuþjóna. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði. Umsjón María, Andrea og Ari. Súpa, brauð, kaffi og samfélaga á Torginu eftir messu.