Fyrsta Opna húsið eftir áramót verður miðvikudaginn 4. febrúar. Í upphafi verður boðið upp á kaffi og með því kl. 15 á Torginu. Gestur dagsins er sr. Bernharður Guðmundsson fyrrverandi rektor í Skálholti. Og mun hann halda erindi sem hann kallar Gjöf þess að eldast. Hann hefur verið í þjónustu kirkjunnar hérlendis og erlendis frá 1962 þegar hann vígðist til Súðavíkur. Umsjón með starfinu hefur sr. Guðbjörg Jóhannessdóttir.