Saltfiskur og borðræð föstudaginn 27. mars.
Fastan er tími íhugunar. Val á hráefni í föstumat hefur ekki aðeins stjórnast af þörfum líkamans heldur líka hins innri manns. Í þeim anda verður saltfiskur framreiddur í Neskirkju á föstudaginn kemur. Dr. Sólveig Anna Bóasdóttir mun fjalla um fyrirgefninguna í borðræðu dagsins. Máltíð hefst um kl. 12.
Opið hús, miðvikudaginn 25. mars
Opið hús kl. 15. ÞJóðmálaumræða. Sr. Baldur Kristjánsson sóknarprestur og nefndarmaður í þjóðmálanefnd Þjóðkirkjunnar: Hve víðfem er náð Guðs? - Kirkjan og mannlífið. Opið hús er alla miðvikudaga og byrjar með kaffiveitingum á Torginu kl. 15.
Starfsfólk leikskóla á fræðsludegi í Neskirkju
Starfólk leikskóla í Vesturbæ sótti námskeiðsdag í Neskirkju síðastliðinn mánudag, 23. mars, og voru yfir eitt hundrað þátttakendur á deginum. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir fjallaði um átök og álag á vinnustöðum í erindi sem bar heitið Þegar mann langar bara að garga og sr. Anna Sigríður Pálsdóttir fjallaði um sorgarferli í [...]
Segðu satt
Jæja, ef það sem þú vildir segja mér er ekki satt, ekki gott og ekki heldur gagnlegt af hverju ættir þú þá að segja mér þessa sögu? Prédikun sr. Sigurðar Árna út af áttunda boðorðinu í Neskirkju 22. mars, 2009 er að baki smellunni.
Árshátíð NeDó og Fönix
Síðastliðinn þriðjudag var haldin sameiginleg árshátíð fyrir æskulýðsfélög Neskirkju, Fönix og NeDó. Um 40 ungmenni á aldrinum 14-19 ára mættu prúðbúin og snæddu dýrindis kjúklingarétt sem var matreiddur af Ólafíu á Kaffitorgi Neskirkju. Veislustjóri var sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Laufási, en hann var einn af stofnendum NeDó fyrir [...]
Bannað að skrökva
Sunnudaginn 22. mars verður í Neskirkjumessunni hugað að boðinu: Þú skalt ekki bera ljúgvitni gegn náunga þínum. Kór Neskirkju syngur og Steingrímur spilar. Barnastarfið byrjar í kirkjunni um leið og messan kl. 11. Messuhópur: Guðrún, Valdimar, Helga og Guðrún. Prestar Toshiki og Sigurður Árni, sem prédikar. Siguvin, Ari, María, Alexandra [...]
Opið hús – Leiklist
Opið hús miðvikudaginn 18. mars kl. 15. Margrét Helga Jóhannsdóttir leikkona og fleiri koma í heimsókn og fjalla um leiksýninguna: Óskar og bleikklædda konan, en verkið er sýnt í Borgarleikhúsinu um þessar mundir. Kaffiveitingar á Torginu í upphafi dagskrár.
Hórdómur og von um hamingju
Svona, svona Guðmundur minn það þarf varla að rifja það upp fyrir þér að þú varst nú enn í hjónabandi með annarri konu þegar við fórum að vera saman. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir ræddi um sjötta boðorðið í messunni 15. mars, 2009. Prédikun hennar er að baki smellunni.
Messa 15. mars
Messa og barnastarf kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Magnús Ragnarsson. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Prédikun dagsins fjallar um sjötta boðorðið: Þú skalt ekki drýgja hór. Messuþjónar aðstoða. Börnin byrja í kirkjunni en fara síðan í safnaðarheimilið. Söngur, sögur, brúður, leikir og gleði. [...]
Elskuseðlar Neskirkjufólks
Í messunni 8. mars voru miðar á sálmabókum. Þeir voru til að skrifa á vonir, bænir, áætlanir um það sem við getum gert til að bregðast við kreppunni. Fólk hengdi svo miðana á glerið við brúna milli kirkju og safnaðarheimilis. Elskusemin og umhyggjan skín í gegn. Þetta eru merkismiðar fyrir [...]