Síðastliðinn þriðjudag var haldin sameiginleg árshátíð fyrir æskulýðsfélög Neskirkju, Fönix og NeDó. Um 40 ungmenni á aldrinum 14-19 ára mættu prúðbúin og snæddu dýrindis kjúklingarétt sem var matreiddur af Ólafíu á Kaffitorgi Neskirkju. Veislustjóri var sr. Bolli Pétur Bollason, prestur í Laufási, en hann var einn af stofnendum NeDó fyrir rúmum áratug. Krakkarnir sýndu margvísleg skemmtiatriði á kvöldinu og bar þar af atriði Ísaks Toma en hann rappaði á Japönsku fyrir viðstadda. Í heildina notaleg kvöldstund eins og myndirnar bera með sér.