Fréttir

Fréttir2017-04-26T12:23:05+00:00

Biblíumatur föstudaginn 4. september

Hvað skyldi Heródes kóngur hafa borðað? Föstudaginn 4. september verður konunglegur og biblíulegur kjúklingaréttur í boði á Torginu í Neskirkju. Kynning hefst um kl. 12. Kokkarnir í þetta sinn verða Ólafía Björnsdóttir og sr. Sigurður Árni Þórðarson, sem kynnir líkamlegu næringu Ritningarinnar. Biblían er matarmikil og þjónar vel til sálar [...]

By |2. september 2009 21:34|

Andlegt líf þjóðar í kreppu, fyrirlestur í Neskirkju

Dr. Ann Belford Ulanov sem er prófessor í geðlæknisfræði og trúarbragðafræði við Union Theological Seminary í New York heldur fyrirlestur í safnaðarheimili Neskirkju, sunnudaginn 6. september n.k..Fyrirlesturinn fjallar um þær áskoranir sem þegnar þjóðar standa frammi fyrir þegar að kreppir að líkt og nú hefur gerst á Íslandi og um [...]

By |2. september 2009 14:56|

Sunnudagaskóli og barnastarf Neskirkju

Næsta sunnudag hefst barnastarf Neskirkju með pompi og prakt. Sunnudagaskólaefnið er sélega vandað í ár en öll börn fá pappatösku og safna blöðum í hverri samveru með biblíusögu og skemmtilegum þrautum. Einnig hefur Þjóðkirkjan opnað nýja sunnudagaskólasíðu barnatru.is en þar er m.a. að finna skemmtilegt myndband frá Neskirkju. Sunnudagaskólateymið verður [...]

By |1. september 2009 12:46|

Gott eða illt

Að mæla gegn Heilögum anda er ekki það að efast, vera veikur í trúnni eða reiður Guði, þegar sorgin nístir og allt virðist mótdrægt. Nei, það er afstaðan að maður sjálfur, flokkur, málefni eða málstaður í veröldinni sé nafli hennar. Broddur ræðu Jesú er: “Hverju trúir þú? Prédikun Sigurðar Árna [...]

By |30. ágúst 2009 17:42|

Góð manneskja í messu

Messa 30. ágúst kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sigurður Árni Þórðarson þjónar fyrir altari og talar um manngæði og hvaðan hið góða kemur. Textar dagsins eru baki þessari smellu. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu.

By |27. ágúst 2009 11:49|

Messa 23. ágúst

Messa kl. 11. Væntanleg fermingarbörn ganga til altaris í fyrsta sinn ásamt foreldrum eða forráðamönnum. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt sr. Sigurði Árna Þórðarsyni. Starfsfólk af nýliðnu fermingnámskeiði aðstoðar. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu.

By |21. ágúst 2009 10:50|

Barn og steinn

Skírnarfontur úr steini er tákngripur, vísar út fyrir sig til annars og dýpri veruleika, minnir á steinþróna, sem Jesús var lagður í og líka að lífið spratt fram. Neskirkja fékk skírnarfont að gjöf og drengur gefenda var skírður. Prédikun Sigurðar Árna 16. ágúst er að baki smellunni.

By |17. ágúst 2009 09:20|

Nýr skírnarfontur

Messa kl. 11. Vígður verður nýr skírnarfontur sem er gjöf Þórs Sigmundssonar og Guðrúnar Rannveigar Stefánsdóttur og barna þeirra. Frumflutt verur nýtt sálmalag eftir organistann, Steingrím Þórhallsson. Gissur Páll Gissurarson, syngur. Sr. Örn Bárður Jónsson, sr. Toshiki Toma og sr. Sigurður Árni Þórðarson þjóna fyrir altari en sá síðastnefndi prédikar. [...]

By |14. ágúst 2009 15:56|

Messa 9. ágúst

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Organisti Steingrímur Þórhallsson. Sr. Örn Bárður Jónsson prédikar og þjónar fyrir altari ásamt Toshiki Toma. Messuþjónar aðstoða. Kaffisopi og samfélag á Torginu eftir messu. Messunni var útvarpað og ræðuna er hægt að nálgast hér og messuna alla á vef RÚV. Ræðan [...]

By |7. ágúst 2009 10:19|

Messa 2. ágúst

Messa kl. 11. Félagar úr Kór Neskirkju leiða safnaðarsöng. Sr. Guðbjörg Jóhannesdóttir prédikar og þjónar fyrir altari. Messuþjónar aðstoða. Kaffi og samfélag eftir messu á Torginu.

By |30. júlí 2009 21:58|